Færslur: 2008 Mars
23.03.2008 13:52
Tryppaúttekt!
Það verður að segjast eins og er, að veðurguðirnir hafa verið tiltölulega hliðhollir okkur undanfarnar tvær vikur eða svo með örfáum undantekningum. Það liggur við að maður spyrji sig, hvers vegna að byggja reiðhöll?? Já, maður er svo fljótur að gleyma öllum vondu veðradögunum þegar sólin fer að skína! Fékk heimsókn á Föstudaginn Langa, Rósu, Hrefnu og Jonna, Hrefna var vopnuð þessari fínu myndavél og við Jonni lögðum við nokkur tryppi og svo var smellt af...
3ja mán tamin Tígursdóttir á fimmta vetur, móðirin er Líf Piltsdóttir. Montin alhliða hryssa sem var seld á staðnum
Sonja undan Svertu og Húna frá Hrafnólum á sjötta vetur.
Feita-Skjóna fékk líka að fara í myndatöku þrátt fyrir að vera vikustaðin eftir smá slys. Ég get ekki annað en verið sátt við útkomuna eftir aðeins tveggja mánaða tamningu.(Feita-Skjóna er að sjálfsögðu móskjótta Gáskudóttirin )
Parkersdóttirin er að koma til.
Svo var "hluthafafundur" og úttekt í Dívufélaginu í gær og ég bíð spennt eftir að fá myndir sendar af þeim fundi sem ég mun birta hér.
Nú eins og margir vita skunduðum við í Reiðhöll Gusts á Dimbilvikusýningu með nokkrar hryssur frá Álfhólum. Það slapp til þrátt fyrir engan undirbúning og brottfall hæst dæmdu hryssunar úr hópnum á síðustu stundu. Vil þakka þeim sem tóku þátt, Maríu Greve, Jonna og Viggó Sig að ógleymdum tónlistarstjóranum Hrefnu Maríu (þú sleppur samt ekki svona auðveldlega næst, humm!)
En allavegana, læt þetta duga í bili og GLEÐILEGA PÁSKA
3ja mán tamin Tígursdóttir á fimmta vetur, móðirin er Líf Piltsdóttir. Montin alhliða hryssa sem var seld á staðnum
Sonja undan Svertu og Húna frá Hrafnólum á sjötta vetur.
Feita-Skjóna fékk líka að fara í myndatöku þrátt fyrir að vera vikustaðin eftir smá slys. Ég get ekki annað en verið sátt við útkomuna eftir aðeins tveggja mánaða tamningu.(Feita-Skjóna er að sjálfsögðu móskjótta Gáskudóttirin )
Parkersdóttirin er að koma til.
Svo var "hluthafafundur" og úttekt í Dívufélaginu í gær og ég bíð spennt eftir að fá myndir sendar af þeim fundi sem ég mun birta hér.
Nú eins og margir vita skunduðum við í Reiðhöll Gusts á Dimbilvikusýningu með nokkrar hryssur frá Álfhólum. Það slapp til þrátt fyrir engan undirbúning og brottfall hæst dæmdu hryssunar úr hópnum á síðustu stundu. Vil þakka þeim sem tóku þátt, Maríu Greve, Jonna og Viggó Sig að ógleymdum tónlistarstjóranum Hrefnu Maríu (þú sleppur samt ekki svona auðveldlega næst, humm!)
En allavegana, læt þetta duga í bili og GLEÐILEGA PÁSKA
13.03.2008 01:47
Ok, það gekk nú ekki alveg þrautalaust að koma þessari færslu inn, en það tókst. Var búin að skrifa alveg fullt og setja allar myndir inn, ýtti á einhvern takka og búmm, tveggja tíma vinna horfin út í veður og vind , arrrrg!
En sem sagt, hérna kemur árgangur 2007 og allt er þetta nú bara til gamans gert
Sólarorka undan Sóldögg og Krafti frá Efri- Þverá. Þessi hefur múv í lagi! Svifmikið og rúmt brokk og bullandi gangur á bakvið. Kraftur er hestur sem ég kem örugglega til með að nota, en þetta folald tilheyrir frænda mínum, Valda.
Sprengigígur undan Glym frá Skeljabrekku og Blakksdótturinni Gýgur frá Ásunnarstöðum. Virkilega skreffallegt folald með fjaðrandi mjúkar og háar hreyfingar, búin að panta aftur undir Glym!
Montrófan frá síðustu færslu er eins og nafna mín giskaði á, Dimmuborg undan Dimmu og Braga frá Kópavogi. Hún fékk fallega dökkjarpa litinn í arf frá mömmu sinni og sitthvað fleira sýnist mér
Kraftaverkafolaldið Mánaglóð undan Braga og Mónu gömlu. Ekki að hún sé eitthvert undur að gjörvileik, heldur það að ég var búin að afskrifa Mónu fyrir þremur árum eftir mjög erfiða köstun sem gekk nærri því að henni dauðri. Svo þegar hún loksins var sónuð með fyli rúmu ári seinna, var mér sagt að það væri dautt og hún væri að láta því, þar með hélt ég að komin væri staðfesting á því að sú gamla væri ónýt og gæti aldrei eignast afkvæmi meir. En sem betur fer hafa dýralæknarnir ekki alltaf rétt fyrir sér og Mánaglóð sprangar um á léttu brokki hraust að sjá og sú gamla fylfull á ný!
Álfarós undan Þyrnirós og Braga, skrefmikil og flott alhliða hryssa.
Gáskuafkvæmin verða seint "vinnerar" á folaldasýningum, láta nú ekki rekast svo glatt. Eldglóð undan Braga gat dansað virkilega flott í haganum í sumar og haust engu að síður.
Ef eihver getur rýnt í gegnum myrkrið, þá er þarna svartskjóttur hestur undan Ás frá Ármóti og Svertu, léttstígur og framfallegur.
Töffaralegur Jarpskjóni undan Urði og Mára.
Bragadóttir frá Ella "grand" móðirin af gamla Kolkósskyninu eins og Elli sjjálfur.
Þessi er koming á tvo vegu frá Flosa frá Brunnum, undan Irsu frá Kanastöðum sem er dóttirdóttir Flosa og undan Mára sem er undan Geisla sonarsyni Flosa. Þessi hefur alltaf verið svoldið skemmtilegur.
Þessi fer mikið á tölti, undan Braga og Ísold, móálóttur.
Reisuleg meri undan Tígur og Fregn Fálkadóttur.
Mær Mónudóttir með jarpvindótta hryssu undan Flugari hans Leó. Frekar smart folald í björtu
Henti líka inn albúmi með nokkrum myndum í viðbót við þessar, sem finna má hér
Og svo má alveg raða í efstu sætin eða kjósa hér til hliðar
En sem sagt, hérna kemur árgangur 2007 og allt er þetta nú bara til gamans gert
Sólarorka undan Sóldögg og Krafti frá Efri- Þverá. Þessi hefur múv í lagi! Svifmikið og rúmt brokk og bullandi gangur á bakvið. Kraftur er hestur sem ég kem örugglega til með að nota, en þetta folald tilheyrir frænda mínum, Valda.
Sprengigígur undan Glym frá Skeljabrekku og Blakksdótturinni Gýgur frá Ásunnarstöðum. Virkilega skreffallegt folald með fjaðrandi mjúkar og háar hreyfingar, búin að panta aftur undir Glym!
Montrófan frá síðustu færslu er eins og nafna mín giskaði á, Dimmuborg undan Dimmu og Braga frá Kópavogi. Hún fékk fallega dökkjarpa litinn í arf frá mömmu sinni og sitthvað fleira sýnist mér
Kraftaverkafolaldið Mánaglóð undan Braga og Mónu gömlu. Ekki að hún sé eitthvert undur að gjörvileik, heldur það að ég var búin að afskrifa Mónu fyrir þremur árum eftir mjög erfiða köstun sem gekk nærri því að henni dauðri. Svo þegar hún loksins var sónuð með fyli rúmu ári seinna, var mér sagt að það væri dautt og hún væri að láta því, þar með hélt ég að komin væri staðfesting á því að sú gamla væri ónýt og gæti aldrei eignast afkvæmi meir. En sem betur fer hafa dýralæknarnir ekki alltaf rétt fyrir sér og Mánaglóð sprangar um á léttu brokki hraust að sjá og sú gamla fylfull á ný!
Álfarós undan Þyrnirós og Braga, skrefmikil og flott alhliða hryssa.
Gáskuafkvæmin verða seint "vinnerar" á folaldasýningum, láta nú ekki rekast svo glatt. Eldglóð undan Braga gat dansað virkilega flott í haganum í sumar og haust engu að síður.
Ef eihver getur rýnt í gegnum myrkrið, þá er þarna svartskjóttur hestur undan Ás frá Ármóti og Svertu, léttstígur og framfallegur.
Töffaralegur Jarpskjóni undan Urði og Mára.
Bragadóttir frá Ella "grand" móðirin af gamla Kolkósskyninu eins og Elli sjjálfur.
Þessi er koming á tvo vegu frá Flosa frá Brunnum, undan Irsu frá Kanastöðum sem er dóttirdóttir Flosa og undan Mára sem er undan Geisla sonarsyni Flosa. Þessi hefur alltaf verið svoldið skemmtilegur.
Þessi fer mikið á tölti, undan Braga og Ísold, móálóttur.
Reisuleg meri undan Tígur og Fregn Fálkadóttur.
Mær Mónudóttir með jarpvindótta hryssu undan Flugari hans Leó. Frekar smart folald í björtu
Henti líka inn albúmi með nokkrum myndum í viðbót við þessar, sem finna má hér
Og svo má alveg raða í efstu sætin eða kjósa hér til hliðar
04.03.2008 22:20
Hollywood og vonarstjörnur
Alveg er þetta dæmalaust, því sjaldnar sem ég skrifa hér, því fleiri verða heimsóknirnar inná síðuna og ég sem hélt að ég væri búin að missa alla eitthvert annað!
En hvað um það, lífið gengur sinn vanagang, rúmlega 20 hross á húsi núna, þ.a fjórir folaldssíðgotungar sem eiga nú að fara út aftur við fyrsta tækifæri.
Útreiðar og tamningar ganga bara mjög vel og flest hrossin áttu sinn albesta dag í gær, hvort sem það var að þakka góðu færi eða því að þau fengu frí frá mér um helgina þegar ég lagði land undir fót og skellti mér á Kvennakvöld í Fáki með vinkonunum.
Þema kvöldsins var Hollywood og við ákváðum að dressa okkur upp sem stjörnur sjötta áratugarins. Fyrir þá sem ekki þekkja okkur, f.v Sara, Hanna Stína og Saga. Það er skemmst frá því að segja að við skemmtum okkur rosa vel langt fram eftir nóttu og ekki spurning að við verðum að endurtaka þetta að ári!
Töluverð sala hefur verið á hestum það sem af er ári, aðallega erlendis og sitthvað ófrágengið í farvatninu þannig að það er nóg að gera í þeim málum. Hef stundum óskað þess að ég hafi einkaritara á mínum snærum sem gæti séð um að uppfæra heimasíðuna og svara e-meilum, hrmf, ekkert voðalega dugleg á tölvunni nema stundum.
mynd Silja
Um þar síðustu helgi var öllum þjálfunarhrossum hent út á tún og.....
mynd Silja
nær helmingur Álfhólastóðsins, í kringum 50 stk, rekin heim, folöldin örmerkt og öllu gefið inn ormalyf. Smá breyting á vinnuaðstöðu síðan...
mynd Hrefna María
í fyrra og öll árin þar áður!
mynd Hrefna María
En einhvern vegin hafðist þetta nú alltaf samt en það tók sinn tíma að reka hvert stykki inní tökubás og stundum stukku þau uppúr áður en hægt var að skjóta í þau og þá var eltingaleikur aftur og aftur, úff ég fæ bara í magann við tilhugsina, maður er svo fljótur að verða góðu vanur!
Og um kvöldið hélt ég svo einkafolaldasýningu fyrir mig, hendi kannski einhverjum fleiri myndum af því bráðlega og kannski ætti ég að láta lesendur velja í sæti líka því það voru alveg 3 folöld sem kepptust um 1sta sætið og ég gat ekki gert uppá milli en þetta er eitt af vonarstjörnunum. Meira um það síðar!!
En hvað um það, lífið gengur sinn vanagang, rúmlega 20 hross á húsi núna, þ.a fjórir folaldssíðgotungar sem eiga nú að fara út aftur við fyrsta tækifæri.
Útreiðar og tamningar ganga bara mjög vel og flest hrossin áttu sinn albesta dag í gær, hvort sem það var að þakka góðu færi eða því að þau fengu frí frá mér um helgina þegar ég lagði land undir fót og skellti mér á Kvennakvöld í Fáki með vinkonunum.
Þema kvöldsins var Hollywood og við ákváðum að dressa okkur upp sem stjörnur sjötta áratugarins. Fyrir þá sem ekki þekkja okkur, f.v Sara, Hanna Stína og Saga. Það er skemmst frá því að segja að við skemmtum okkur rosa vel langt fram eftir nóttu og ekki spurning að við verðum að endurtaka þetta að ári!
Töluverð sala hefur verið á hestum það sem af er ári, aðallega erlendis og sitthvað ófrágengið í farvatninu þannig að það er nóg að gera í þeim málum. Hef stundum óskað þess að ég hafi einkaritara á mínum snærum sem gæti séð um að uppfæra heimasíðuna og svara e-meilum, hrmf, ekkert voðalega dugleg á tölvunni nema stundum.
mynd Silja
Um þar síðustu helgi var öllum þjálfunarhrossum hent út á tún og.....
mynd Silja
nær helmingur Álfhólastóðsins, í kringum 50 stk, rekin heim, folöldin örmerkt og öllu gefið inn ormalyf. Smá breyting á vinnuaðstöðu síðan...
mynd Hrefna María
í fyrra og öll árin þar áður!
mynd Hrefna María
En einhvern vegin hafðist þetta nú alltaf samt en það tók sinn tíma að reka hvert stykki inní tökubás og stundum stukku þau uppúr áður en hægt var að skjóta í þau og þá var eltingaleikur aftur og aftur, úff ég fæ bara í magann við tilhugsina, maður er svo fljótur að verða góðu vanur!
Og um kvöldið hélt ég svo einkafolaldasýningu fyrir mig, hendi kannski einhverjum fleiri myndum af því bráðlega og kannski ætti ég að láta lesendur velja í sæti líka því það voru alveg 3 folöld sem kepptust um 1sta sætið og ég gat ekki gert uppá milli en þetta er eitt af vonarstjörnunum. Meira um það síðar!!
- 1
Eldra efni
- 2024
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2006
- Desember
Flettingar í dag: 871
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 707
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 1514245
Samtals gestir: 97103
Tölur uppfærðar: 3.11.2024 13:41:11
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]