Færslur: 2008 Janúar
25.01.2008 13:34
Nú er úti veður vont....
Þetta er nú ljóta veðurfarið, já nú er gott að vera búin að byggja þak yfir höfuðið og getað verið að vinna inni, segi nú ekki annað. Búin að bæta í hópinn nokkrum hrossum, þ.a.á.m Parkersdóttur sem ég á og tveimur Tígursdætrum sem Saga var að trimma fyrir mig í haust.
Parkersdóttirin, en fyrir áhugasama um hornfirska ræktun þá er móðir hennar undan Blakk 999 frá Hafnarnesi. Hágeng og efnileg klárhryssa á fimmta vetur.
Og Ronja sú móvindótta er komin á hús líka.
Framkvæmdir í hesthúsinu eru samt langt frá því að vera búnar og ekki endalaus tími til útreiða.
Það er verið að klæða vegginn í reiðskemmunni þessa dagana auk veggjanna í hesthúsinu en Gylfi kom í gær að byrja að setja upp í þann hluta hússins sem var eftir. Ætlaði að vera mættur snemma í morgun en er veðurtepptur hjá Jóa vini sínum í Þykkvabæ, þannig ég veit ekki hvernig að gangur mála verður. Skemman er full af dóti að hluta en er samt að þjóna sínu hlutverki enda ekki nema 2 útreiðahæfir dagar í vikunni sem leið.
Svona er nokkurnveginn endanlegt útlit á húsinu, það er samt eftir einhver frágangsvinna við hurðir, já og það vantar tvær hurðir líka, var lokað með yleiningum á meðan. Ég var ekki búin að koma niður gerði áður en allt fylltist af snjó (þarna er að vísu mjög lítill snjór,þarf að taka nýjar vetrarmyndir þegar hundi er út sigandi) en hrossin hafa alveg verið ánægð með að leika sér í reiðhöllinni í staðinn.
Talandi um hunda, þá er hundurinn minn á einhverju lóðaríi úti í sveit og hefur ekki sést í sólarhring!! Manni stendur ekki alveg á sama og ég fer að leita að honum um leið og ég kemst! !(En það er allt kolófært þessa stundina) Þessi hundur er bara besti hundur á Íslandi og ég má ekki til þess vita að eitthvað komi fyrir hann. Auðvitað finnst öllum sinn fugl fagur, en það er nú málið með þennan hund að hann nýtist mér algjörlega sem aðstoðartamningamaður, við tamningarnar og allt hrossahald, alger snillingur auk þess að vera svona flottur á litinn!
Og alveg stórgóður til kynbóta, en Hrefna frænks á einmitt son hans, voða mikið krútt og alveg eins á litinn!
Parkersdóttirin, en fyrir áhugasama um hornfirska ræktun þá er móðir hennar undan Blakk 999 frá Hafnarnesi. Hágeng og efnileg klárhryssa á fimmta vetur.
Og Ronja sú móvindótta er komin á hús líka.
Framkvæmdir í hesthúsinu eru samt langt frá því að vera búnar og ekki endalaus tími til útreiða.
Það er verið að klæða vegginn í reiðskemmunni þessa dagana auk veggjanna í hesthúsinu en Gylfi kom í gær að byrja að setja upp í þann hluta hússins sem var eftir. Ætlaði að vera mættur snemma í morgun en er veðurtepptur hjá Jóa vini sínum í Þykkvabæ, þannig ég veit ekki hvernig að gangur mála verður. Skemman er full af dóti að hluta en er samt að þjóna sínu hlutverki enda ekki nema 2 útreiðahæfir dagar í vikunni sem leið.
Svona er nokkurnveginn endanlegt útlit á húsinu, það er samt eftir einhver frágangsvinna við hurðir, já og það vantar tvær hurðir líka, var lokað með yleiningum á meðan. Ég var ekki búin að koma niður gerði áður en allt fylltist af snjó (þarna er að vísu mjög lítill snjór,þarf að taka nýjar vetrarmyndir þegar hundi er út sigandi) en hrossin hafa alveg verið ánægð með að leika sér í reiðhöllinni í staðinn.
Talandi um hunda, þá er hundurinn minn á einhverju lóðaríi úti í sveit og hefur ekki sést í sólarhring!! Manni stendur ekki alveg á sama og ég fer að leita að honum um leið og ég kemst! !(En það er allt kolófært þessa stundina) Þessi hundur er bara besti hundur á Íslandi og ég má ekki til þess vita að eitthvað komi fyrir hann. Auðvitað finnst öllum sinn fugl fagur, en það er nú málið með þennan hund að hann nýtist mér algjörlega sem aðstoðartamningamaður, við tamningarnar og allt hrossahald, alger snillingur auk þess að vera svona flottur á litinn!
Og alveg stórgóður til kynbóta, en Hrefna frænks á einmitt son hans, voða mikið krútt og alveg eins á litinn!
14.01.2008 01:40
Hestar á hús!
Vááá hvað allir eru orðnir geggjað spenntir, nærri því 100 heimsóknir á dag, skyldi hún vera búin að taka inn eða kannski bara farin yfirum af því að það var ekki hægt að taka inn á tilsettum tíma, jú jú mikið rétt, þessi færsla er skrifuð á Kleppi!!!
Auðvitað er ég að malbika, ég er ekkert inná Kleppi, bara í gúddí fíling í nýja húsinu Má ekkert vera að því að hanga í tölvunni þessa dagana. Tók fyrstu gæðingana á hús í gær, að vísu ekki nema fjóra, ætla að klára að járna þau áður en ég næ í næsta skammt. Það er líka bara svo hrikalega erfitt að velja hvað á að taka inn svo að það eru bara allir úti á meðan!!!
En þessi eru samt allavega komin inn,
Óskírð undan Gásku og Hrannari á fjórða vetur, vantar flott G-nafn á hana, einhverjar hugmyndir?
Aríel undan Ögrun og Tígur.
Svo eru það Dimmubörnin, Díva undan Arð frá Brautarholti á fjórða vetur og Dimmir
Það er sithvað óklárað í húsinu, en til allrar lukku er múrverkið að klárast. Það er alveg "keppnis" leiðinlegt og alveg víst að ég verð ekki múrari þó ég verði atvinnulaus!!
Sem betur fer fékk góða hjálp frá honum Ómari (tv) en hann og kærastan hans Bryndís, sem var einu sinni í sveit hjá mér, hafa verið liðtæk í múrverkinu og fleiru. Svo mætti "Grandarinn" (th) að ná í hestana sína og auðvitað var honum fengið verkefni fyrst hann var nú mættur!
Það gerist margt á bak við tjöldin, en hann Máni sem er albróðir Móeiðar er að fara að leggja land undir fót út í hinn stóra heim á næstu vikum. Hann er alger öðlingur og ekki laust við að ég sjái eftir honum.
Vóó, ég er alveg að gleyma mér, klukkan að verða 3, bið að heilsa í bili!!
Auðvitað er ég að malbika, ég er ekkert inná Kleppi, bara í gúddí fíling í nýja húsinu Má ekkert vera að því að hanga í tölvunni þessa dagana. Tók fyrstu gæðingana á hús í gær, að vísu ekki nema fjóra, ætla að klára að járna þau áður en ég næ í næsta skammt. Það er líka bara svo hrikalega erfitt að velja hvað á að taka inn svo að það eru bara allir úti á meðan!!!
En þessi eru samt allavega komin inn,
Óskírð undan Gásku og Hrannari á fjórða vetur, vantar flott G-nafn á hana, einhverjar hugmyndir?
Aríel undan Ögrun og Tígur.
Svo eru það Dimmubörnin, Díva undan Arð frá Brautarholti á fjórða vetur og Dimmir
Það er sithvað óklárað í húsinu, en til allrar lukku er múrverkið að klárast. Það er alveg "keppnis" leiðinlegt og alveg víst að ég verð ekki múrari þó ég verði atvinnulaus!!
Sem betur fer fékk góða hjálp frá honum Ómari (tv) en hann og kærastan hans Bryndís, sem var einu sinni í sveit hjá mér, hafa verið liðtæk í múrverkinu og fleiru. Svo mætti "Grandarinn" (th) að ná í hestana sína og auðvitað var honum fengið verkefni fyrst hann var nú mættur!
Það gerist margt á bak við tjöldin, en hann Máni sem er albróðir Móeiðar er að fara að leggja land undir fót út í hinn stóra heim á næstu vikum. Hann er alger öðlingur og ekki laust við að ég sjái eftir honum.
Vóó, ég er alveg að gleyma mér, klukkan að verða 3, bið að heilsa í bili!!
01.01.2008 00:40
Dótakassinn
Ég veit að mörgum liggur forvitni á að vita hvernig hesthúsmál standa, hef ekki verið dugleg að koma með fréttir af gangi mála að undanförnu, en kannski verið duglegri að taka til hendinni í hesthúsinu yfir hátíðarnar þegar færi og veður gafst.
Fyrri myndin er tekin rétt fyrir jól en sú seinni í gærkvöldi að nýafstöðnu múrverki(ekki búin að taka til eftir mig einu sinni). Verð nú samt að játa það að hefði ég vitað að þetta væri svona mikið moj að henda þessu steiningalími á frontanna, þá hefði ég hreinlega lakkað huggulega yfir mótauppsláttarförin og sagt að ég hefði séð þetta í einhverju húsatískublaðinu að þetta væri alveg gasalega smart! Humm, en það er orðið aðeins of seint í rassinn gripið því verkið hafið og ekki um annað að ræða en að klára það.
Já ég fíla mig í risastórum dótakassa að vera þarna úti í hesthúsi það er alltaf hægt að hafa eitthvað fyrir stafni og ef manni leiðist múrverkið þá fer maður bara að setja plastið í innréttingarnar sem Gylfi kom og byrjaði á að setja upp rétt fyrir jól.
Húsið sjálft er ekki fullklárað enn. Þeir komu frá Landsstólpa fyrir jól og lokuðu öllum gluggum í hesthúsinu, en það er ennþá opið í reiðskemmunni og þar með ekki sérlega gott að vinna í hesthúsinu þegar er mikið frost eins og var um daginn 15 stig, sæll eigum við að ræða það eitthvað!!! Ég reyndi mitt besta til að fá smiðina til að ganga í Votta Jehova með mér og þá þyrftum við ekkert að halda nein jól og gætum bara klárað hesthúsið í staðinn, en þeir voru ekkert sérlega hrifnir af því, létu sig hverfa á fimmtudag fyrir jól og ekki sést uppfrá því! !! Það munaði nú samt minnstu að ég gengi í vottana, svo sein var ég að taka við mér að það væru að koma jól, sem þeir vita best sem vanir eru að fá jólakort frá mér, en þeir fengu engin þetta árið, ákvað að sleppa að senda þau heldur en að þau væru að koma til viðtakenda einnhvern tímann á nýári.
Og að lokum, í tilefni að það eru komið nýtt ár,**Gleðilegt ár 2008!**
- 1
Eldra efni
- 2024
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2006
- Desember
Flettingar í dag: 429
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 17404
Gestir í gær: 203
Samtals flettingar: 1547986
Samtals gestir: 98024
Tölur uppfærðar: 10.11.2024 02:36:48
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]