Færslur: 2007 Október
24.10.2007 22:40
Ekki fyndið lengur!!
Jæja, ég er nú alveg búin að fá nóg af þessari veðráttu hér okkar "frábæra" Íslandi. Blautasti október "ever" jáhá! Já, og þetta með síðustu fyrirsögn, var auðvitað bara grín!! Ég er búin að vera að bíða eftir hentugu veðri til að steypa fóðurganga, ætlaði að setja lit í steypuna og skrautsteypu í hnakkageymsluna, bjartsýn... en nú þakka ég bara almættinu fyrir ef við komum steypunni fyrir á föstudaginn án þess að stórskemma hana og allir litadraumar eru foknir út í veður og vind í orðsins fyllstu merkingu Jámm, og ekki neinar fréttir aðrar.
Hestamennskunni hefur alveg rignt niður, hef verið að strögla með einhver 10-12 hross heima ennþá, en er afar heppin ef ég kemst á bak einn dag í viku vegna veðurs eða einhvers annars, en aðallega vegna veðurs. Sem er eiginlega alveg bölvað, því þarna eru skemmtileg hross innanum sem mig dreplangar að eyða tíma í. T.d þrælefnilegar 3v merar undan Gásku og Hrannari frá Höskuldsst annars vegar og Miðfells-Dimmu og Arði hins vegar og svo sitthvað fleira 4 og 5v sem er efnilegt og spennandi!
Ég er aðeins farin að naga mig í handabökin yfir því að ég komist í hesthúsið fyrir jól, en eitt er víst, það verða engin jól hjá mér fyrr en ég flyt inn í nýja hesthúsið, þau verða þá bara haldin í janúar!!!! Nei,nei það er ekki öll von úti enn, en þetta tekur aðeins lengri tíma en ég ætlaði mér, húsið er komið til landsins en þeir verða dáldið skrítnir í tilsvörum hjá Landstólpa þegar ég spyr hvenær þeir komi að setja það saman. Mig grunar að þeir séu alveg á floti því þeir eru eitthvað að daðra við smiðina mína sem hafa aldrei reist svona stálgrindarhús
Jæja, ég skal reyna að standa mig betur í fréttaflutningi en ég hef gert undanfarið, maður er bara frekar lítið innblásinn þessa dagana frekar en aðrir Íslendingar í þessari veðráttu.
Hestamennskunni hefur alveg rignt niður, hef verið að strögla með einhver 10-12 hross heima ennþá, en er afar heppin ef ég kemst á bak einn dag í viku vegna veðurs eða einhvers annars, en aðallega vegna veðurs. Sem er eiginlega alveg bölvað, því þarna eru skemmtileg hross innanum sem mig dreplangar að eyða tíma í. T.d þrælefnilegar 3v merar undan Gásku og Hrannari frá Höskuldsst annars vegar og Miðfells-Dimmu og Arði hins vegar og svo sitthvað fleira 4 og 5v sem er efnilegt og spennandi!
Ég er aðeins farin að naga mig í handabökin yfir því að ég komist í hesthúsið fyrir jól, en eitt er víst, það verða engin jól hjá mér fyrr en ég flyt inn í nýja hesthúsið, þau verða þá bara haldin í janúar!!!! Nei,nei það er ekki öll von úti enn, en þetta tekur aðeins lengri tíma en ég ætlaði mér, húsið er komið til landsins en þeir verða dáldið skrítnir í tilsvörum hjá Landstólpa þegar ég spyr hvenær þeir komi að setja það saman. Mig grunar að þeir séu alveg á floti því þeir eru eitthvað að daðra við smiðina mína sem hafa aldrei reist svona stálgrindarhús
Jæja, ég skal reyna að standa mig betur í fréttaflutningi en ég hef gert undanfarið, maður er bara frekar lítið innblásinn þessa dagana frekar en aðrir Íslendingar í þessari veðráttu.
14.10.2007 22:13
Mér finnst rigningin góð,lalala...
Fékk þessa skemmtilegu mynd senda frá Ólöfu og Jóni Garðari en hún var tekin um síðustu helgi. Þarna má semsagt sjá umfang framkvæmdanna, það má eiginlega segja að allar byggingar sem fyrir eru á Álfhólum komist inní sökklana á þeirri nýju
Og eins og sjá má, er búið að rigna alveg svakalega í haust og virðist ekkert lát vera á því. Það er einfaldlega allt á floti! Sveitalækur hérna rétt hjá sem kallast Fljótsvegur er orðinn að stórvarasömu stórfljóti! Já ég lenti sko í svakalegri svaðilför í vikunni þegar ég ætlaði á pallbílnum mínum með nokkra lambgríslinga í kerru þarna yfir. Ég hélt nú að fjórhjóladrifni fákurinn myndi svífa yfir þó svo aðeins hefði hækkað í læknum, ó nei. Hann stoppaði bara og spólaði úti í miðju stórfljóti og það var svo hátt í því að ég gat ekki opnað dyrnar á bílnum án þess að fá vatn inní bílinn! Til allrar lukku var ég með símann, en hann var meira eða minna utan þjónustusvæðis eins og svo oft í mínu umdæmi en eftir allmargar tilraunir gat ég loksins hringt á hjálp. Þá þurfti ég að skríða út um gluggan og uppá þak til þess að festa björgunarspottann í bílinn, því ekki vogaði ég mér að stíga fæti mínum niður í ískalt beljandi stórfljótið, var alveg viss um að það yrði mér að fjörtjóni. En uppá þurrt komst ég að lokum og gerði þá merku uppgvötun, að betri er krókur en kelda, en brúin yfir stórfljótið var aðeins nokkur hundruð metrum lengra!
12.10.2007 23:41
Byggja, byggja, by.......
Já, já, það er ekkert annað sem kemst að þessa dagana en hesthúsbyggingin. Búin að vera á haus síðustu viku til að undirbúa grunnin fyrir plötusteypu og það var ekkert annað inni í myndinni heldur en að steypa í dag, svo það var unnið hörðum höndum.
Sökkullinn var einangraður, þeim á ekki eftir að verða kalt, gæðingunum sem dvelja í þessu húsi og ekki nóg með það þá var platan einangruð líka og settur gólfgeisli, hvort sem hann verður nú einhverntíman notaður eða ekki. Svo er niðurfall í öllum stíum, allt gert í því skyni að minnka undirburð.
Þarna er verið að leggja síðustu hönd á járnabindinguna, en það er steyptur veggur eftir endilöngu sem skiptir stíunum.
Já, þessi mynd gæti skipt sköpum en hún er tekin á því augnabliki sem dælan fer á bólakaf niður í plötuna sem er auðvitað alveg ferlegt útaf gólfgeislanum sem gæti hafa skemmst. En ég vona að það hafi sloppið og ég þurfi ekki að fara í neitt skaðabótamál.
En það hafðist að lokum að koma tæpum 40 rúmetrum niður og þar með er stíugólfið steypt. Það hékk þurrt rétt á meðan steypan var lögð en það haugringdi bæði á undan og á eftir. Það er svo sem ekki það besta að fá rigningu á nýlagða plötu, en þetta hefur vonandi sloppið
Sökkullinn var einangraður, þeim á ekki eftir að verða kalt, gæðingunum sem dvelja í þessu húsi og ekki nóg með það þá var platan einangruð líka og settur gólfgeisli, hvort sem hann verður nú einhverntíman notaður eða ekki. Svo er niðurfall í öllum stíum, allt gert í því skyni að minnka undirburð.
Þarna er verið að leggja síðustu hönd á járnabindinguna, en það er steyptur veggur eftir endilöngu sem skiptir stíunum.
Já, þessi mynd gæti skipt sköpum en hún er tekin á því augnabliki sem dælan fer á bólakaf niður í plötuna sem er auðvitað alveg ferlegt útaf gólfgeislanum sem gæti hafa skemmst. En ég vona að það hafi sloppið og ég þurfi ekki að fara í neitt skaðabótamál.
En það hafðist að lokum að koma tæpum 40 rúmetrum niður og þar með er stíugólfið steypt. Það hékk þurrt rétt á meðan steypan var lögð en það haugringdi bæði á undan og á eftir. Það er svo sem ekki það besta að fá rigningu á nýlagða plötu, en þetta hefur vonandi sloppið
03.10.2007 12:05
Örfréttir
Jæja, þá er búið að steypa sökkulinn allan hringinn og næst verður steyptur sökkullinn undir millivegginn og hnakkageymsluna.
Það er ekki hægt að neita því að maður fær nett fiðrildi í magann þegar maður stendur þarna inni í grunninum núna. Þetta er orðið eitthvað meira en malarhrúga og maður fer að gera sér frekar grein fyrir stærðinni á þessu öllu!
Annars er ekki mikið um útreiðar þessa dagana. Vorum í smalamennsku um helgina og sendum 80 lömb í "Hvíta húsið", vorum búin að láta 110 í sumar, þannig að það er eitthvað lítið eftir sem á að láta. Gat ekki stillt mig um að smala saman öllum mórauðu lömbunum sem eftir voru og smella af þeim mynd, þetta er nú alltaf fallegasti sauðaliturinn að mínu mati!
Annars finnst mér lömbin eitthvað lakari í haust heldur en fyrrahaust, ekki nema 15,5 kg meðalvikt enn sem komið er en var um kílói meira í fyrra. Það spilar kannski eitthvað inní að kindurnar voru nær allar tví og þrílembdar í vor, meirihlutinn af gemlingunum tvílembdur og lömbin allavega 10 fleiri í fyrra þrátt fyrir stórfellda fækkun fullorðna fjársins í fyrra haust!
Lét stiga nokkra hrúta og þeir voru að fá á milli 82-85 stig, vel kannski einn þeirra til lífs, á samt svo marga fyrir að það er víst varla á það bætandi.
Fleira er ekki í fréttum í bili
- 1
Eldra efni
- 2024
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2006
- Desember
- Nóvember
Flettingar í dag: 1022
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 1377
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 1427017
Samtals gestir: 93812
Tölur uppfærðar: 7.10.2024 10:28:46
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]