Færslur: 2007 September
22.09.2007 22:02
Smá hugleiðing
Um þessar mundir eru allir hestavefmiðlar logandi af umfjöllun um ófarir Blæs frá Torfunesi. Hesturinn er í slæmu ástandi,, um það ætla ég ekki að fjölyrða, hins vegar er þetta ábyggilega ekkert eindæmi að stóðhestur sem er í stífri þjálfun allann veturinn og langt fram á sumar, fari illa í þeirri ótíð sem verið hefur síðustu 3-4 vikurnar eða svo. Ég er með nokkra stóðhesta á fínu grasi hérna fyrir neðan hjá mér, gamall hestur sem búinn að ganga úti síðustu 10 árin eða svo, vosbúðin bítur ekkert á hann, feitur og fínn þrátt fyrir að vera kominn á þrítugsaldurinn. Annar á sama stað, búinn að vera í keppni fram á sumar, lítur mjög vel út í fjarska en þegar að er gáð hefur hann hríðlagt af eftir hann kom í girðingunna fyrir u.þ.b 3 vikum, þrátt fyrir nægan aðgang að heyi og vatni. Það kostar töluverða vinnu að halda holdum á stóðhestum sem búnir eru að vera inni allann veturinn og í mikilli brúkun. Grasið eitt virðist bara stundum ekki duga þeim þegar þessi tími er kominn og maður spyr sig líka hvort þeir hafi eitthvað í hryssum að gera eftir 1 september?
En Blæsmálið hefur aldeilis verið vatn á myllu þeirra sem hafa horn í síðu Óðins, því hann þykir af sumum nokkuð umdeildur og hann hefur verið opinberlega tekinn af lífi á netinu, búið að fara fram á gæsluvarðhaldsúrskurð og ég veit ekki hvað og hvað og gott ef ekki, búið að kæra hann fyrir "dýraverndunarfabrikkunni". Það sem "rétttrúnaðarslúðurverjar" átta sig ekki á, er að það er ekki svo erfitt að koma hesti í hold aftur, á ekki svo löngum tíma ef rétt er á málum haldið og hesturinn er heilbrigður. Það var nú ekki lítið agnúast út í nágranna mína og þar átti að slátra hóp af fylfullum merum af því að þær þóttu ekki "sumar á setjandi". Ég hef barið þessar hryssur augum og afkvæmin þeirra sem hlaupa hamingjusöm og hraustleg um, algerlega grunlaus um hversu tæpt stóð hjá þeim.
Æi, þetta er orðin hálfgerð langloka hjá mér, en inngangspunkturinn átti að vera hræsnin í okkur. Dýravernd er eitthvað sem á við í sumum tilvikum en er annars stungið ofan í skúffu. Hvað segja dýraverndunarsamtökin t.d yfir þeim þúsundum gæsa sem skotglaðir veiðimenn nenna ekki að elta uppi(af því að það má ekki missa af næsta hóp), og flögra um hálfskotnar vikum og mánuðum saman þangað til þrekið fer þverrandi og þær eru étnar lifandi af vargfugli. Ég bý á einu mesta skotveiðisvæði landsins og mig flökrar við meðferðinni á þessum dýrum. Ég fer ekki ríðandi um landareignina öðruvísi en að finna nokkrar í þessu ásigkomulagi, þegar þessi tími er kominn. Hvar eru þessir svokölluðu dýraverndunarsinnar þá? Ég man ekki eftir að hafa lesið margar greinar um mikilvægi þess að elta uppi særðan fugl og klára skítverkin sín. Blær og önnur "horfóðruð" hross ná sér en gæsin sem flögrar um með höglin bíður ekkert annað en dauðastríð!
En Blæsmálið hefur aldeilis verið vatn á myllu þeirra sem hafa horn í síðu Óðins, því hann þykir af sumum nokkuð umdeildur og hann hefur verið opinberlega tekinn af lífi á netinu, búið að fara fram á gæsluvarðhaldsúrskurð og ég veit ekki hvað og hvað og gott ef ekki, búið að kæra hann fyrir "dýraverndunarfabrikkunni". Það sem "rétttrúnaðarslúðurverjar" átta sig ekki á, er að það er ekki svo erfitt að koma hesti í hold aftur, á ekki svo löngum tíma ef rétt er á málum haldið og hesturinn er heilbrigður. Það var nú ekki lítið agnúast út í nágranna mína og þar átti að slátra hóp af fylfullum merum af því að þær þóttu ekki "sumar á setjandi". Ég hef barið þessar hryssur augum og afkvæmin þeirra sem hlaupa hamingjusöm og hraustleg um, algerlega grunlaus um hversu tæpt stóð hjá þeim.
Æi, þetta er orðin hálfgerð langloka hjá mér, en inngangspunkturinn átti að vera hræsnin í okkur. Dýravernd er eitthvað sem á við í sumum tilvikum en er annars stungið ofan í skúffu. Hvað segja dýraverndunarsamtökin t.d yfir þeim þúsundum gæsa sem skotglaðir veiðimenn nenna ekki að elta uppi(af því að það má ekki missa af næsta hóp), og flögra um hálfskotnar vikum og mánuðum saman þangað til þrekið fer þverrandi og þær eru étnar lifandi af vargfugli. Ég bý á einu mesta skotveiðisvæði landsins og mig flökrar við meðferðinni á þessum dýrum. Ég fer ekki ríðandi um landareignina öðruvísi en að finna nokkrar í þessu ásigkomulagi, þegar þessi tími er kominn. Hvar eru þessir svokölluðu dýraverndunarsinnar þá? Ég man ekki eftir að hafa lesið margar greinar um mikilvægi þess að elta uppi særðan fugl og klára skítverkin sín. Blær og önnur "horfóðruð" hross ná sér en gæsin sem flögrar um með höglin bíður ekkert annað en dauðastríð!
19.09.2007 11:58
Yfirlit
Jæja, smá úttekt á ræktuninni og því sem fór í dóm í sumar. Ég verð nú að horfast í augu við það að frændsystkyni mín hafa vinninginn þetta sumarið, komu sitthvorri hryssunni í fyrstu verðlaunin. Verð bara að hugga mig við það að hafa komið að ræktun mæðra þeirra Eins og kannski glöggir hafa þegar tekið eftir eru myndir og video af sumum þessara hrossa á video og myndalinknum.
Diljá hennar Hrefnu Maríu er undan Ísold frá Álfhólum og Reginn Hrafnssyni frá Ketu. Hún er algjör hagaljómi og kom mér ekki á óvart að hún myndi fljúga í fyrstu verðlaun! Þetta er samt ekki alveg nógu góð mynd af henni, en það er eitthvað lítið til af myndum af henni enn sem komið er.
Það er eiginlega alveg synd og skömm að Reginn skyldi ekki hafa verið notaður meira hérna, ég átti líka mjög fallega dreyrruða hryssu undan honum sem ég missti fyrir tveim árum. Hann var alveg frábær hestur, gæðingur sem hafði þetta létta og káta yfirbragð sem maður sér ekkert allt of mikið af. Hann fór til Danmerkur án þess að nokkur vissi af og var felldur þar stuttu seinna held ég, hálf sorglegt með hann, kallgreyið
Artemis hans Valda fékk þennan fína klárhryssudóm í haust. Feykna fasmikil tölthryssa sem á örugglega inni 9 fyrir fegurð í reið þegar brokkið kemur til baka aftur. Hún er undan hinum flotta fjórgangara Pegasus frá Skyggni og Urði frá Álfhólum sem er undan Ögra frá Hvolsvelli og Unni Tígursdóttur. Urður var ekki tamin fyrr en á sjötta vetur, kom fljótt til, en varð eitthvað útundan vegna pláss og tímaleysis þannig að hún fór bara í ræktun aftur. Ég veit svo sem hvaða kostum hún er búin og er alveg óhrædd að nota hana í ræktun þó það vanti á hana tölur. Artemis er fyrsta afkvæmið sem tamið er undan Urði.
Sigurrós er undan Eldvaka frá Álfhólum og Ögrun Ögradóttur. Kolsvört og falleg hryssa sem ég seldi til Noregs í vetur en var í sýningarþjáfun hjá John og var rennt í gegnum dóm áður en hún yfirgaf klakann. Ögrun er líklega eina afkvæmi Ögra frá Hvolsvelli sem ekki var tamin. Falleg hryssa sem er sammæðra Gásku og er að gefa virkilega falleg hross.
Ronja, litla krúttið mitt Kynbótadómurunum fannst hún ekki alveg eins falleg og mér finnst hún! En þeir skipta kannski um skoðun ef ég sýni þeim hana aftur Og það er líka eins gott að hún hækki fyrir vilja líka, því að ef eitthvað hross sem ég hef sýnt á 9+skilið fyrir vilja, þá er það þessi meri, annað finnst mér bara hreinn dónaskapur! Þarna er alvöru vilji og orka! Þessi er undan Tígur gamla og Rún frá Eystra-Fíflholti sem eitthvað lítið er vitað um ættina af nema að Hugur frá Hofstaðaseli var afi hennar, vindóttur Hrafnssonur.
Gáski Geisla og Gáskusonur. Hann fór ekki alveg eins hátt strax og vonir stóðu til, en það hindraði mig ekki í að setja 10 merar til hans í sumar. Hann er ekki ósvipaður ásetu og mamma hans og það er nóg fyrir mig!
Mári undan Geisla frá Sælukoti og Mónu frá Álfhólum. Ég hef líklega aldrei farið með svona lítið tamið hross í dóm fyrr en þetta var tilraun engu að síður. Mári er lofandi fjórgangari með frábæra reiðhestskosti. Alltaf þegar ég er spurð hvort ég eigi einhvern verulega flottan reiðhest til sölu, dettur mér alltaf Mári í hug. En hann á þegar nýjan eiganda og víst ekki hægt að selja hann mörgum sinnum
Diljá hennar Hrefnu Maríu er undan Ísold frá Álfhólum og Reginn Hrafnssyni frá Ketu. Hún er algjör hagaljómi og kom mér ekki á óvart að hún myndi fljúga í fyrstu verðlaun! Þetta er samt ekki alveg nógu góð mynd af henni, en það er eitthvað lítið til af myndum af henni enn sem komið er.
Það er eiginlega alveg synd og skömm að Reginn skyldi ekki hafa verið notaður meira hérna, ég átti líka mjög fallega dreyrruða hryssu undan honum sem ég missti fyrir tveim árum. Hann var alveg frábær hestur, gæðingur sem hafði þetta létta og káta yfirbragð sem maður sér ekkert allt of mikið af. Hann fór til Danmerkur án þess að nokkur vissi af og var felldur þar stuttu seinna held ég, hálf sorglegt með hann, kallgreyið
Sköpulag
|
Kostir
|
Aðaleinkunn | 8.11 |
Artemis hans Valda fékk þennan fína klárhryssudóm í haust. Feykna fasmikil tölthryssa sem á örugglega inni 9 fyrir fegurð í reið þegar brokkið kemur til baka aftur. Hún er undan hinum flotta fjórgangara Pegasus frá Skyggni og Urði frá Álfhólum sem er undan Ögra frá Hvolsvelli og Unni Tígursdóttur. Urður var ekki tamin fyrr en á sjötta vetur, kom fljótt til, en varð eitthvað útundan vegna pláss og tímaleysis þannig að hún fór bara í ræktun aftur. Ég veit svo sem hvaða kostum hún er búin og er alveg óhrædd að nota hana í ræktun þó það vanti á hana tölur. Artemis er fyrsta afkvæmið sem tamið er undan Urði.
Sköpulag
|
Kostir
|
Aðaleinkunn | 8 |
Sigurrós er undan Eldvaka frá Álfhólum og Ögrun Ögradóttur. Kolsvört og falleg hryssa sem ég seldi til Noregs í vetur en var í sýningarþjáfun hjá John og var rennt í gegnum dóm áður en hún yfirgaf klakann. Ögrun er líklega eina afkvæmi Ögra frá Hvolsvelli sem ekki var tamin. Falleg hryssa sem er sammæðra Gásku og er að gefa virkilega falleg hross.
Sköpulag
|
Kostir
|
Aðaleinkunn | 7.99 |
Ronja, litla krúttið mitt Kynbótadómurunum fannst hún ekki alveg eins falleg og mér finnst hún! En þeir skipta kannski um skoðun ef ég sýni þeim hana aftur Og það er líka eins gott að hún hækki fyrir vilja líka, því að ef eitthvað hross sem ég hef sýnt á 9+skilið fyrir vilja, þá er það þessi meri, annað finnst mér bara hreinn dónaskapur! Þarna er alvöru vilji og orka! Þessi er undan Tígur gamla og Rún frá Eystra-Fíflholti sem eitthvað lítið er vitað um ættina af nema að Hugur frá Hofstaðaseli var afi hennar, vindóttur Hrafnssonur.
Sköpulag
|
Kostir
|
Aðaleinkunn | 7.85 |
Gáski Geisla og Gáskusonur. Hann fór ekki alveg eins hátt strax og vonir stóðu til, en það hindraði mig ekki í að setja 10 merar til hans í sumar. Hann er ekki ósvipaður ásetu og mamma hans og það er nóg fyrir mig!
Sköpulag
|
Kostir
|
Aðaleinkunn | 7.87 |
Mári undan Geisla frá Sælukoti og Mónu frá Álfhólum. Ég hef líklega aldrei farið með svona lítið tamið hross í dóm fyrr en þetta var tilraun engu að síður. Mári er lofandi fjórgangari með frábæra reiðhestskosti. Alltaf þegar ég er spurð hvort ég eigi einhvern verulega flottan reiðhest til sölu, dettur mér alltaf Mári í hug. En hann á þegar nýjan eiganda og víst ekki hægt að selja hann mörgum sinnum
Sköpulag
|
Kostir
|
Aðaleinkunn | 7.63 |
18.09.2007 23:09
Hesthúsframkvæmdir
Eins og ég hef áður minnst á, þá teiknaði verkfræðingurinn sökkulinn fyrir mig á mettíma loksins þegar útreikningar komu til landsins og rúmri viku síðar komu fyrstu steypubílarnir í hlað á Álfhólum, eða sl. föstudag!
Svona virkar þetta sem sagt!
Baldur Eiðsson yfirsmiður og byggingastjóri stjórnar traffíkinni lengst t.h, ónefndur dælumaður í miðjunni og Steindór undirsmiður t.v.
Wojek og Tryggvi, ekki spyrja mig hvað þeir eru að gera!
Sem sagt, fyrst eru steyptir svona plattar fyrir súlurnar,
svo koma sökklarnir á milli og ofaná plattana. Þessi mynd er tekin í dag og eins og sjá má gengur bara vel að slá upp sökklunum enda alvöru menn þarna á ferð (Baldur, ég fer að rukka þig fyrir auglýsingar)
Og svona lítur það út eftir tvo mánuði, þegar þið grúbbpíurnar mætið í innflutningsteiti Æi þið verðið að fyrirgefa, það er kominn smá kvöldgalsi í mig, búin að vera að reyna í allt kvöld að komast inná vefsvæðið til að geta sett inn fréttir og fyrst núna hafðist það. En svona grínlaust, þá er ég dáldið svög fyrir innréttingum frá Vélaborg, Röwer Rüb heita þær. Er einhver sem þekkir eitthvað til þeirra, gott eða slæmt?
Svo að lokum má ég til með að hrósa ykkur fyrir að vera dugleg að skrifa í gestabókina og láta vita af ykkur, bara gaman af því og ég vona bara að sem flestir kvitti fyrir innlitið, fínt að vita hverjir eru að njósna um mann
Svona virkar þetta sem sagt!
Baldur Eiðsson yfirsmiður og byggingastjóri stjórnar traffíkinni lengst t.h, ónefndur dælumaður í miðjunni og Steindór undirsmiður t.v.
Wojek og Tryggvi, ekki spyrja mig hvað þeir eru að gera!
Sem sagt, fyrst eru steyptir svona plattar fyrir súlurnar,
svo koma sökklarnir á milli og ofaná plattana. Þessi mynd er tekin í dag og eins og sjá má gengur bara vel að slá upp sökklunum enda alvöru menn þarna á ferð (Baldur, ég fer að rukka þig fyrir auglýsingar)
Og svona lítur það út eftir tvo mánuði, þegar þið grúbbpíurnar mætið í innflutningsteiti Æi þið verðið að fyrirgefa, það er kominn smá kvöldgalsi í mig, búin að vera að reyna í allt kvöld að komast inná vefsvæðið til að geta sett inn fréttir og fyrst núna hafðist það. En svona grínlaust, þá er ég dáldið svög fyrir innréttingum frá Vélaborg, Röwer Rüb heita þær. Er einhver sem þekkir eitthvað til þeirra, gott eða slæmt?
Svo að lokum má ég til með að hrósa ykkur fyrir að vera dugleg að skrifa í gestabókina og láta vita af ykkur, bara gaman af því og ég vona bara að sem flestir kvitti fyrir innlitið, fínt að vita hverjir eru að njósna um mann
08.09.2007 21:52
Hrósið!
Já, hrósið í dag fær hann Teitur sem vinnur fyrir E-MAX eða HIVE fyrir að koma og redda mér frá netleysi og leiðindum og það á laugardegi!!!Takk,takk,takk. Og fyrst ég er byrjuð, þá er best að ég hrósi Guðmundi Hjaltasyni verkfræðingi hjá Verkfræðiskrifstofu Suðurlands fyrir að redda sökkulteikningunum fyrir mig á tveimur dögum!!! Nokkuð sem búið var að segja, að tæki tvær vikur að gera, JÁ! Þannig að það verður byrjað að slá upp eftir helgi. Svo síðast en ekki síst verð ég að hrósa honum Sigga frænda og Láru konunni hans en þau eru algjörir haukar í horni, Siggi þekkir náttúrulega alla og er hreint alltaf að redda öllu fyrir mig fyrir utan það að hafa grafið grunninn og borið í hann á mettíma!
Svo fyrst ég er almenninlega tengd loksins aftur þá kem ég vonandi með einhverjar fréttir fyrr en síðar fyrir áhugasama Álfhólaáhangendur
Svo fyrst ég er almenninlega tengd loksins aftur þá kem ég vonandi með einhverjar fréttir fyrr en síðar fyrir áhugasama Álfhólaáhangendur
- 1
Eldra efni
- 2024
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
Flettingar í dag: 1398
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 6950
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1627872
Samtals gestir: 100807
Tölur uppfærðar: 8.12.2024 13:06:42
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]