Færslur: 2007 Júlí

09.07.2007 01:45

Næturgaman og tamningar

Jæja, maður er nottla ekki alveg í lagi, hangir fram á nætur að brasa við heimasíðugerð!!! Ætti nú að láta einhvern annan um þetta, eins og t.d Sögu vinkonu sem stendur bara í barnauppeldi og hefur ekkert betra að gera  Tamningar ganga eins og í sögu,  tryppin eru að temjast á methraða, veit ekki hvort það er góða veðrið eða hvað??? Fullt af sniðugum fjögurra og fimm vetra tryppum sem við erum með, sérstaklega ein 4v undan Tígur og Ögrun, frábært tryppi, flýgur áfram á brokki og yfirferðatölti, viljug og hágeng og var ósnert fyrir viku síðan!!!  Too good to be true! Og það besta er að hún er falleg líka  Jæja það er best að vera ekki að oflofa þetta, allt getur klikkað! Svo er ég með skemmtilega Parkersdóttur, 4v osfr, get ekki verið að telja þetta allt upp, svo er það nú einhvern vegin með þessi hross, að það sem er inni í dag getur verið out á morgun. Dagsformið er svo misjafnt og maður sveiflast sjálfur með.

Já, svo komu tvö folöld í nótt, jarpvindótt meri undan Mær Mónu og Pegasusdóttur og Flugari hans Leó, og rauðblesóttur hestur undan Gýgur og Glym frá Skeljabrekku.  Finnst samt frekar skrítið að ég sé að fá blesótt undan tveimur einlitum  En burtséð frá því líta bæði folöldin mjög vel út

08.07.2007 01:21

Ótitlað

Góða kvöldið.  Undanfarnar vikur hef ég verið að grípa í að smíða þessa heimasíðu, sem vonandi fer að líta dagsins ljós von bráðar!
  • 1

Eldra efni

Flettingar í dag: 249
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 1512
Gestir í gær: 403
Samtals flettingar: 1168826
Samtals gestir: 76882
Tölur uppfærðar: 15.7.2024 09:38:12

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]