15.08.2010 20:11

Ræktunarbúsýning á Stórmóti Geysis

Við frænkurnar vorum í rokna stuði í lok Júlí mánaðar. Ætli við höfum ekki verið svo yfir okkur ánægðar að vera loksins komnar í hnakkinn aftur að okkur fannst ekki annað hægt en að vera með í ræktunarbúsýningu sem Geysir bauð upp á á Laugardagskvöldið á Stórmóti Geysis sem haldið var um Verslunarmannahelgina. 

Stenft var með Dívu, Dimmir, Þrumufleyg, Gjósku og Indíu. En þó nokkur forföll urðu á hrossum á síðustu stundu þar sem Díva átti að taka þátt í a-úrslitum í tölti strax á eftir sýningunni og Gjóska marðist á hóf daginn áður og draghölt. Föstudagskvöldið fór í að skoða hvað væri til í búllinni á Álfhólum og hver hentaði best til að sýna hvað. 




Hinn ungi og sperti Þrumufleygur var tekinn inn úr hryssum 3 dögum fyrr, járnaður og Jonni prufaði kappan. Það var eins og hann hefði aldrei dregið undan folanum og hann væri í fullri þjálfun, sem sagt Þrumarinn var klár!!. Þrumufleygur og John Kristinn áttu feikna góða innkomu, enda ekki annað hægt en að hrífast að þessum gæðing. 



Já það vantar ekki fagran limaburð í þennann. "Glampi gerði þetta 10 vetra... þessi er aðeins 4 vetra!!!".. heyrðum við í fólki segja eftir sýninguna.



Það mætti halda að hann sé gerður úr gúmmíi, svo mikil er teygjan í þessum kraftmikla pjakk.



Sara reið Dimmi sínum sem fyrr um morgunin hafði þreytt B-úrslit í A-flokk og staðið sig vel.   Þess má geta að Dimmir og Þrumufleygur eru náskyldir, undan hálfsystkynunum og fyrstu verðlauna hrossunum Tígur og Þyrnirós sem eru undan Vöku frá Álfhólum.


....Svo var tekin ein upphitunarbuna á Dívu þar sem hún var að hita upp fyrir Tölt úrslitin. 



Hrefna María sat Indíu sína Leiknisdóttur og dóttur Svertu frá Álfhólum. 5 vetra efnileg keppnis hryssa sem er hálf systir Zorró sem gerði góða hluti með hana á brautinni fyrir nokkrum árum. 



Leó Geir reið á Móey Eldjárnsdóttur og dóttur Móeiðar Kjarksdóttur. 5 vetra hryssa sem fór í 7.90 fjögurra vetra.
"Sara, jakkinn gleymdist!" hahha
Þess má geta að Móey er sónuð fylfull við Þrumufleyg!



"Týndi sonurinn Daníel Smárason á Sóllilju". Danni vann í mörg sumur hjá okkur þegar hann var yngri, er núna komin í nágrenni við okkur, nánar tiltekið á Ármót.


Hér er Video af showinu þar sem Shakira var til hávegar höfð og hrossin dilluðu sér við Waka Waka... 


Eldra efni

Flettingar í dag: 1423
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 6950
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1627897
Samtals gestir: 100807
Tölur uppfærðar: 8.12.2024 13:27:48

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]