13.06.2009 22:11

Mánasteinn kominn í hólf

Nokkrar óþreyjufullar hryssur biðu eftir að komast á stefnumót við hann Mánastein frá Álfhólum. Ekki var hægt að láta þessar dömur bíða stundinni lengur og ákveðið var í snarasti að redda málunum og sleppa folanum í girðingu í gærdag. 

Þeir sem hafa pantað undir hann eru beðnir um að hafa samband sem fyrst en ekkert mál er að sleppa inn á hann hryssum. Aðrir áhugasamir geta einnig haft samband en ennþá eru nokkur pláss laus undir þennan flotta fola. Verð á folatolli er 40.000 kr með öllu (tollur, vsk, girðingagjald +1 sónar)
 Nánast óþarft er að kynna þennan fola fyrir lesendum sem koma reglulega hér inn á síðuna en Mánasteinn er afar álitlegur og vel ættaður ungfoli sem ber þennan fallega móvindóttalit sem hann hefur erft frá móður sinni.

Mánasteinn er undan 1. verðlauna klárhryssunni 
Móeiði frá Álfhólum og hinum hornfirska 1. verðlauna stóðhesti Tígur frá Álfhólum.Eldri systir Mánasteins, Móey sem er á 4 vetur hefur komið mjög vel út í tamningu núna í vetur. Hágeng og léttstíg klárhryssa sem geislar af. Hún er undan stóðhestinum Eldjárni frá Tjaldhólum. Hér er mynd af henni, hún ætti nú að fá ágætt fyrir frampart þessi  ;)Dimmi verður sleppt í hólf núna upp úr 20. júni. Verð á folatolli undi hann er 50.000 kr með öllu (tollur, vsk, griðingagjald + 1 sónar).

Annars eru folöldin að fæðast hvert á fætur öðru þó svo það fari rólega af stað. Sara hélt flestum hryssunum sínum eftir síðasta Landsmót þannig þau fara að koma bráðlega.

Móeiður eru hins vegar búin að kasta móvindóttu hestfolaldi sem verður trúlega grátt. Faðirinn er Huginn frá Haga og folaldið eru í eigu Húsafellshesta. Reist og fallegt folald sem fer mest um á brokki.
 

Ég (Hrefna María) er núna á Álfhólum. Ég ákvað að gera mig gagnlega við eitthvað þar sem flensan er að herja á mig óþarflega og vinna í heimasíðunni meðan Sara og frænka okkar Rakel Jónsdóttir eru úti að vinna. 

Kveðjur úr Sveitinni :)

Flettingar í dag: 333
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 722
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 4614606
Samtals gestir: 747467
Tölur uppfærðar: 17.2.2019 12:38:49

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS