05.05.2009 09:07

Keppni og Hvuttar



Skellti mér á mót á Selfossi um helgina, Íþróttamót Sleipnis.  Það gekk bara nokkuð vel og eftir að hafa unnið B-úrslit á Herská Parkersdóttur í fjórgang endaði ég fjórða í A-úrslitum.  Hrefna María og Rauðskeggur voru í öðru sæti en Svanhvít Kristjánsdóttir vann á Kaldalóns.

Í tölti kom ég 4-5 inn á Dívu en var alveg ákveðin að ríða mig upp í annað sætið og það tókst næstum því , endaði í 2-3. 
Ég skil nú ekki alveg þankaganginn á þeim sem voru inní dómpall, því ég tilkynnti 3svar að ég væri á Dívu í tölti en ekki Ref, samt er honum ennþá tileinkaður árangur hennar :( 

En allavega.... fékk þessa fínu mynd af Dívu senda frá Arnari sem kennir sig við Hrísnes


Eins og sumir hafa frétt, þá fékk ég stálpaðan hvolp upp í hendurnar fyrir einum og hálfum mánuði síðan.  Hann er úr sama goti og Kraftur sem ég missti undir mjólkurbílinn, sonur Pjakks og Snotru. Hann er efnilegur og áhugasamur hestahundur með smalagenið á hreinu.  Viggó heitir hann en réttnefni væri líklega Dúmbó, svona miðað við eyrnastærð, það liggur við að hann geti flogið á eyrunum þau eru svo stór :D



Nokkru myndarlegri er albróðir hans, Darri hennar Auðar Matt. sem kommentar stundum hér á síðunni hjá mér, svaka flottur hundur.

Sauðburður er hafinn í sveitinni, byrjaði 24-25 apríl og ætli að það séu ekki svona 1/4 að verða borinn, þannig að það er fjör á fleiri vígstöðvum heldur en bara í hestunum!

Eldra efni

Flettingar í dag: 8557
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 1660
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 2009670
Samtals gestir: 109026
Tölur uppfærðar: 23.3.2025 19:07:03

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]