02.03.2009 02:46

Klakadrottningar

Tveimur jörpum hrossum var skellt upp á kerru á laugardaginn og stefnan tekin í Laugardalinn á ístöltið Svellkaldar konur.  Þetta var auðvitað þvílíkt menningarsjokk fyrir svona sveitahesta sem varla höfðu farið út fyrir túngarðinn.  Fyrsta alvörumót beggja og vonandi ekki það síðasta :)

Refur fór inn í öðru holli, en fyrir annars svona viljugan hest eins og hann, var svellið honum algerlega ofviða og vinurinn festist bara í handbremsu sem hann losnaði ekkert úr hvað sem á dundi.  En einkunin lofaði góðu fyrir framhaldið, 6,20 og rétt fyrir utan úrslit sem var bara velviðunandi sérstaklega þar sem hann var að vinna langt undir getu.

Litla systir Dimmis, hún Díva sem er bara á fimmta vetur, var hins vegar mun glaðlegri en Refurinn og eftir að hún hafði áttað sig á svellinu þurfti ég lítið annað að gera en að sitja og láta fara vel um mig, hún sá um restina sjálf og útkoman var ekki langt frá markmiðinu sem var að sjálfsögðu að fara beint í A-úrslit, en hún kom efst inní B-úrslit einungis 0.04 kommum á eftir næsta hesti, með einkuninna 6.63.  Við náðum ekki að halda sætinu og duttum niður í 7unda, kannski sem betur fer. Ég þurfti þá ekki að finna upp afsökun til að ríða ekki A-úrslitin, því það hefði mér aldrei dottið í hug að leggja á svona ungt tryppi!

Til fróðleiks eru hér úrslitin úr opna flokknum en öll úrslit er hægt að sjá á hestafrettir.is

Opinn flokkur:
A úrslit      
sæti Nafn Hestur Litur Aldur Félag Einkunn forkeppni Einnkunn úrslit
1 Lena Zielinski Eining f. Lækjarbakka Brún 8 Geysir 7,43 8,22
2 Hulda Gústafsdóttir Völsungur f. Reykjavík Brúnstjörn. 16 Fákur 7,40 7,94
3 Erla Guðný Gylfadóttir Erpir f. Mið-Fossum Jarpnös. 10 Andvari 6,67 7,78
4 Bylgja Gauksdóttir Piparsveinn f. Reykjavík Brúnn 6 Andvari 7,10 7,44
5 Fanney Guðrún Valsdóttir Fókus f. Sólheimum Bleikálóttur 8 Fákur 6,30 7,17
6 Artemisia Bertus Flugar frá Litla-Garði Rauðstjörn. 9 Stígandi 6,90 7
 
B úrslit      
sæti Nafn Hestur Litur Aldur Félag Einkunn forkeppni Einnkunn úrslit
1 Fanney Guðrún Valsdóttir Fókus f. Sólheimum Bleikálóttur 8 Fákur 6,30 7
2 Sara Ástþórsdóttir Díva f. Álfhólum Jörp 5 Geysir 6,63 6,78
3 Edda Rún Ragnarsdóttir Ábóti f. Vatnsleysu Brúnn 7 Fákur 6,50 6,67
4 Fanney Dögg Indriðadóttir Grettir f. Grafarkoti Brúnn 7 Þytur 6,33 6,61
5 Maria Greve Trú f. Álfhólum Rauðtvístjörn. 9 Gustur 6,50 6,5
6 Ragnhildur Haraldsdóttir Ösp f. Kollaleiru Brún 12 Hörður 6,30 6,44

Það var alveg tvöföld ánægja að ríða þessi úrslit þvi þarna var líka Maria á henni Trú sinni sem hún er nýlega búin að kaupa. 


Henni gekk betur fyrir tveim helgum en þá vann hún 1sta vetrarmótið í Gusti og þar hafði hún ekki amalegri keppinauta en t.d Þrist frá Feti ;)Um síðustu helgi var einnig haldin vetraruppákoma i Fáki og þar vann hún Rósa móðursystir mín á stóðhesti sem er í þeirra eigu, Ikon frá Hákoti. Vel af sér vikið hjá þeirri gömlu :)
.

En það er ágætt stundum að líta uppúr amstri dagsins og á dögunum skelltum við frænkur okkur á Þorrablót með sveitungunum í Njálsbúð, virkilega fjörugt og skemmtilegt blót sem stóð fram undir morgunn.
Flettingar í dag: 333
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 722
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 4614606
Samtals gestir: 747467
Tölur uppfærðar: 17.2.2019 12:38:49

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS