11.01.2009 20:41

SitthvaðÞað er nú smá fyndið að ég var rétt búin að vista síðustu frétt að hún Lena norska hringdi í mig og sagðist ætla að koma aftur, það væri svo gaman hjá okkur hér ;)  Og til að halda Dimmbrá í þjálfun en hún varð fyrir valinu sem framtíðarhestur fyrir litlu systur hennar og fer til Noregs 24 janúar.  Það var heljar hausverkur fyrir Lenu að finna rétta hestinn en valið stóð milli Dimmbrá, Lindu og Morgunsól, allar fínar hryssur, hver á sinn hátt. Það má sjá meir um Dimmbrá undir
seldir hestarRós Gáskadóttir er líka á leiðinni til Noregs, en ekki fyrr en eftir ca 3 ár og þá vonandi fylfull, fær að alast upp í íslenska frelsinu þangað til.
En höfðinginn og fyrstu verðlauna stóðhesturinn Heikir frá Álfhólum hefur þegar kvatt skerið og kreppuna og er komin út til Sviss.  Dáldið skrítið að sjá hann líklega aldrei aftur. Hrefna María er með kveðjublogg fyrir hann á síðunni sinni hér


Annars ætla ég ekkert að kvarta yfir neinni kreppu, hesthúsið yfirfullt og verkneminn Verena komin á fullt með 5 tamingatryppi sem voru tekin út áttunda janúar.    Það er nóg af spennandi verkefnum og væntanlega á ég eftir að spjalla um það meir síðar.

Veðráttan kringum jólin og fyrstu vikunna á nýju ári hefur verið alveg einstök og túnin hér voru farin að taka grænan lit.  Þetta er frábær tíð fyrir útiganginn og ég er ekki frá því að ég komist upp með að gefa þeim minna fyrir vikið.Um miðjan desember var hinsvegar allt á kafi í snjó hér og tamningatryppin kunnu vel að meta það að taka á sprett í snjónum.
Flettingar í dag: 173
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 1172
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 4655182
Samtals gestir: 755045
Tölur uppfærðar: 20.4.2019 12:40:29

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS