19.12.2008 11:02

Fósturmoldin kvöddÞað hefur verið alveg ágætis hreyfing á hrossum í haust og þessir þrír félagar merktir íslenska fánanum fóru allir til Finnlands í byrjun Desember, Eldvari, Ófeigur og Fáfnir.  Mest hefur salan verið úr landi vegna óvenju hagstæðs gengis krónunnar fyrir útlendinga núna.Kraftur lætur ekki sitt eftir liggja og fylgist með hvort ekki sé kyrfilega gengið frá öllu.

Mér þykir svoldið merkilegt, að þegar folöldin fæðast á sumrin þá er maður þrælspældur yfir hverju hestfolaldi sem fæðist, samt er staðreyndin sú að það gengur ekkert verr að selja geldinga en hryssur nema síður sé, allavega þegar um er að ræða venjuleg reiðhross.  Ég held að það sé ekki til geldingur hér óseldur yfir 4 vetra aldri nema hann sé ekki til sölu eða hafi setið eftir í tamningarferlinu.
Hryssur á ég hinsvegar nokkrar til yfir 4 vetra aldri, stundum er það manni sjálfum að kenna, sérstaklega ef þær eru í betri kantinum, þvi stundum er maður að veltast með þær og spá hvort þær séu til sölu eða ekki.  Ég er ekki bún að bæta við mikið af söluhrossum að undanförnu en það er allt í vinnslu.  Á meðan ætla ég að minna á tvö hross sem má finna undir Horses for sale.Þessi vaski geldingur er hann Mímir frá Brimnesi sem er í eigu vinkonu minnar.  Hann var hjá mér í 10 daga í haust og mér leist bara þrælvel á hann, stór og myndarlegur og með mjög efnilegan skeiðgír.  Ég er að tékka á skeiðinu þarna í þriðja skiptið og eftir því sem mér er sagt hafði það alveg legið óhreyft fram að því.  Mímir er búinn að vera í hausthvíld en eftir því sem ég kemst næst er hann á leiðinni á hús núna um jólin.Svo langar mig að minna á hana Mokku Glampadóttur, eðlishágenga fjórgangshryssu með jafnar og góðar gangtegundir.  Mokka er í þjálfun og er stödd í Hafnafirði núna.
Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 739
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 4674581
Samtals gestir: 758804
Tölur uppfærðar: 26.5.2019 02:23:50

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS