17.12.2008 23:11

Kyngimagnaður KrafturEins og kannski sumir muna eftir, þá fékk ég mér hvolp um daginn undan Pjakk mínum og Snotru frá Kanastöðum.

Það tók sinn tíma að finna rétta nafnið á snillinginn, hann hefur gengið undir ýmsum nöfnum þennan 1 og hálfan mánuð sem ég hef átt hann þar á meðal Móri, borið fram sem Mogri svona eins og fyrrverandi framsóknarmaður myndi bera það fram emoticon
En eftir að hann stækkaði kom ekkert nafn annað til greina en Kraftur enda alveg þrælmagnaður hundur á ferð og er strax farinn að smala horssunum inn með mér á daginn þó svo hann sé ekki nema 3 og hálfs mánaðar gamall.  Ekkert smá öflugur með skemmtilegan hlaupastíl og getur verið að allan daginn.Fallegur eða ljótur?

Já, hann Kraftur litli hefur svoldið sérstakt útlit, og Silja konan hans Valda frænda sagði mér  í dag að hann væri eini hundurinn á Íslandi sem væri svona á litinn, brúnbröndóttur.  Hún á að vita þetta stelpan, þekkir næstum alla hunda á Íslandi!  Það væri gaman að vita ef einhver hefur rekist á svona litaðan hund áður.  Svo er hann svo spes til augnanna líka, ég hélt að flestir hundar væru brúneygðir nema Siberian husky sem eru stundum glaseygðir eins og við segjum með hrossin. En augun í Kraft skipta litum eftir umhverfi,annað hvort ljósgræn eða ljósblá. Pjakkur gamli er bara orðinn púkó og ég tilkynnti Leó það um daginn þegar ég uppgvötaði ofurkrafta Krafts að hann mætti bara eiga Pjakk, enda vill hann hvergi annarstaðar vera en á Kanastöum hjá honum, ja eða kannski henni Snotru sinni og lætur sig ekki muna um að hlaupa 12 km  vegalengd af Vestur-bakkanum yfir á Austur-bakkann í tíma og ótíma!
Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 739
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 4674581
Samtals gestir: 758804
Tölur uppfærðar: 26.5.2019 02:23:50

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS