02.12.2008 22:45

Vetrarsól

Þó að sól sé lágt á lofti er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að ná fallegum myndum í vetrarsólinni.  Hjá mér er nú stödd og verður fram að jólum, Lena frá Noregi sem var líka hjá mér fyrir tveimur árum síðan.  Hún er að hvíla sig á háskólanámi og brasar með okkur Maju í hestunum á meðan.  Hún lenti heldur betur i tiltekt fyrstu dagana, en við mokuðum út fyrir helgi og skrúbbuðum létt yfir húsið.  En hún Lena kann lílka að taka myndir og hefur unnið til verðlauna fyrir myndir sem hún tók hér á Álfhólum fyrir tveim árum.Ég hef áður státað mig af fallegu útsýni í Landeyjum og er alveg óhrædd við að gera það aftur, Tindfjallajökull sést þarna.  Það er nú samt örugglega tímaspursmál hvað hann verður jökull lengi, en hann er engu að síður virðulegur i vetrarfeldinum.Heklan trónir svo yfir okkur úr norðri, hvenær skyldi hún gjósa næst þessi elska?Vestmannaeyjarnar í Suðaustri."Mister Handsome" öðru nafni Pjakkur.


                                                                                                       Mynd Lena Walvik
Krúttleg vindótt undan Vænting frá Barkarstöðum og Heiki.

Flettingar í dag: 242
Gestir í dag: 94
Flettingar í gær: 618
Gestir í gær: 146
Samtals flettingar: 4558994
Samtals gestir: 740173
Tölur uppfærðar: 17.12.2018 11:11:02

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS