26.11.2008 11:09

Dagrún

Það eru heitar umræður um þá stóðhesta sem eru seldir úr landi eða eru á leiðinni, erum við að missa forystuna í ræktuninni?

Það voru hinsvegar ekkert mjög margir sem létu í sér heyra þegar Álfasteinn fór úr landi í fyrra, hann var alltaf nokkuð umdeildur.  Sem betur fer fór ég af stað og hélt undir hann áður en fólk fór að hafa hann milli tannana því að í staðinn fyrir að fylgja minni sannfæringu og fara með fleiri hryssur til hans hélt ég að mér höndunum.  
Móðir Álfasteins, Álfadís, er alltaf í mínum huga Drottning annara íslenskra hryssna og réði það minni ákvörðun að halda undir hann ósýndan.

En sem sagt ég á undan honum þrælefnilega hryssu og henni Miðfells-Dimmu.  Hrefna er þarna að keyra með mér eftir tæplega 3ja vikna tamningu og ég verð að segja að það væri ekki hægt að ríða öllum tryppum svona nálægt bíl eftir svona litla tamningu.  Hæfileikarnir eru til staðar, tölt brokk og skeið.  Og svona rétt að minna ykkur á þá er hún þriggja vetra og sjötta afkvæmið undan Dimmu sem er tamið og kannski vonandi það sjötta sem fer í dóm líka, því öll hennar afkvæmi hafa skilað sér á kynbótabraut og þ.a 3 í fyrstu verðlaun.

Mér þykir það gott að hún virðist ætla að ganga heil til skógar, því að þegar hún var vetugömul þá lenti hún í graðhesti frá næsta bæ sem beit hana svo illilega á háls að ég hélt að hún yrði hreinlega ekki til reiðar( reyndar heppin að stóru æðarnar sluppu), og það má sjá á þessum myndum af henni fyrir framan bóginn stórt ör.  Haustfeldurinn hylur þetta að vísu en á sumrin er þetta agalega ljótt.

P.S Ég veit að það er ekki fínt að birta hauslausan knapa opinberlega á myndum en þið verðið að hugsa henni frænku minni þegjandi þörfina fyrir það. Annars eru fleiri myndir af Dagrúnu hér

Flettingar í dag: 173
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 1172
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 4655182
Samtals gestir: 755045
Tölur uppfærðar: 20.4.2019 12:40:29

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS