06.11.2008 13:41

Móálóttvindótt

Það hefur líklega fáum dulist áhugi minn fyrir því að eiga þokkaleg vindótt hross.  En vindótt er ekki bara vindótt og er til í mörgum blæbrigðum, t.d vitum við hvernig þessi venjulegu jarp og móvindóttu sem við þekkjum, líta út og það er til númer í WF fyrir þá liti.   Móálótt vindótt er litur í sjaldgæfari kantinum sem við sjáum ekki á hverjum degi og þó við sjáum það þá er ekki alltaf víst að við gerum okkur grein fyrir því að þarna sé eitthvað annað en venjulegt móvindótt á ferðinni.  Þarna mætti WF bæta sig og bæta inn tölu fyrir þennan lit því móálótt vindótt er að sjálfsögðu ekki það sama og móvindótt og gefur mun fjölbreyttari erfðamöguleika.

Þessi hryssa heitir Mánaglóð undan Mónu og Braga frá Kópavogi.  Þegar hún var nýfædd var hún mjög ljós á litinn og ég fékk strax þá hugdettu að hún væri ekki venjulega móvindótt, einhver öðruvísi blær á henni.  Ég skrifaði hana strax móálótt vindótta í WF en hún fær samt bara lykil sem þýðir móvindóttur.   Um haustið var ekki hægt að gera greinarmun á henni og öðrum móvindóttum folöldum eins og sjá má á þessari mynd að ofan (sem er kannski ekki mjög skýr heldur).Raunverulega staðfestingu á því hvernig Mánaglóð væri á litinn fékk ég svo í vor þegar hún gekk úr folaldshárunum og mönin sást greinilega eftir endilöngu bakinu.
Flettingar í dag: 248
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1172
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 4655257
Samtals gestir: 755046
Tölur uppfærðar: 20.4.2019 13:14:09

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS