20.09.2008 22:51

Fegurðin er afstæð

Hvernig getur stelpa í hvítum diskógalla, já eða í náttfötum ef við viljum vera leiðinleg, heillað þúsundir manna á lágreistum, lágengum og faxlitlum brúnum hesti????Þetta er alger snilld hjá henni og skemmtilegt á að horfa þrátt fyrir að fótaburðurinn sé ekki að þvælast fyrir honum blessuðum og kennir okkur einu sinni enn hvað fegurð er afstætt hugtak.  En "Beauty is líka pain" og eins og glöggir sjá þá gefur hún ábendingnar mikið með fótum og hefur spora í hælunum, e-ð sem við íslendingar eru voða hrædd við.  Já, ég man þegar ég var að taka til tamningar árgang undan ákveðnum hesti að þau voru sum hver ansi viljadauf til að byrja með og klárgeng í þokkabót og þá bað ég einhvern um að koma með spora fyrir mig.  Minnir samt að ég hafi bara nennt að setja þá einu sinni upp.  
Svona lagað er tæplega kennt á einni nóttu og ég leyfi mér að efast um að hesturinn hafi alltaf verið riðinn og þjálfaður beislislaust.  En hann hefur greinilega gaman af þessu og fer í gegnum sýninguna kjamsandi og sáttur, traustið og sambandið milli manns og hests eins og best er á kosið.
Burtséð frá því, þá væri þetta kannski hugmynd fyrir einhvern mótafrömuðinn að setja upp svona mót þar sem keppt væri berbakt og beislislaust!

Flettingar í dag: 141
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 406
Gestir í gær: 103
Samtals flettingar: 4722786
Samtals gestir: 765474
Tölur uppfærðar: 23.7.2019 08:15:03

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS