11.09.2008 14:56

Vú,vú hvolpar :P9 litir sveitastrákar og stelpur fæddust á Kanastöðum í fyrrinótt unda Pjakk mínum og Snotru tíkinni þar á bæ.Maður veit ekki hvort manni finnst þeir sætir eða ljótir svona litlir og umkomulausir en flestir eru voða fallegir á litinn, blesóttir með ljóstýru á skottinu.Stoltur faðirinn! 

Nú er einstakt tækifæri fyrir aðdáendur Pjakks að eignast undan honum hvolp og um að gera að nýta sér það og hafa samband fyrr en síðar

Snotra er eins og Pjakkur alveg frábær hundur og það hafa komið hvolpar undan þeim áður sem hafa vakið mikla lukku hjá eigendum sínum bæði innanlands og utan!   Feðgarnir Pjakkur og Rexi hennar Hrefnu Maríu.

Flettingar í dag: 141
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 406
Gestir í gær: 103
Samtals flettingar: 4722786
Samtals gestir: 765474
Tölur uppfærðar: 23.7.2019 08:15:03

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS