26.08.2008 11:00

Gáski og afkvæmi hansÞað fæddust folöld undan hinum og þessum hestum í sumar, Dug frá Þúfu, Leikni frá Vakurstöðum, Baug frá Víðinesi, Þokka frá Kýrholti, Stála frá Kjarri, Tígur og Dimmi frá Álfhólum, Íkon frá Hákoti og Funa frá Vindási. Þar að auki notaði ég skjóttan fola í fyrra sem er fæddur mér en Leó keypti af mér sem folald, hann Gáska frá Álfhólum, Gásku og Geislason.  Það er svo magnað hvað tölur í kynbótadóm hafa mikið gildi en af því sýningin á honum í vor gekk ekki sem skildi lá við að maður hætti að gleðjast yfir afkvæmunum. Þetta folald er undan Gáska og gamalli hryssu sem heitir Kolfaxa.

IS-2003.1.84-666 Gáski frá Álfhólum


Sýnandi: Leó Geir Arnarson


Mál (cm):

141   131   138   64   149   39   51   44   6,6   29,0   18,0  

Hófa mál:

V.fr. 8,9   V.a. 8,3  

Aðaleinkunn: 7,92

Sköpulag: 8,02

Kostir: 7,85


Höfuð: 8,0
   Bein neflína   Fínleg eyru  

Háls/herðar/bógar: 8,0
   Reistur   Háar herðar   Þykkur   Hjartarháls  

Bak og lend: 7,0
   Stíft spjald   Afturdregin lend   Áslend  

Samræmi: 8,0
   Léttbyggt   Sívalvaxið   Miðlangt  

Fótagerð: 9,0
   Mikil sinaskil   Þurrir fætur  

Réttleiki: 7,0
   Framfætur: Útskeifir   Nágengir  

Hófar: 8,5
   Hvelfdur botn  

Prúðleiki: 6,5

Tölt: 8,5
   Taktgott   Há fótlyfta  

Brokk: 8,5
   Taktgott   Skrefmikið  

Skeið: 5,0

Stökk: 7,5
   Sviflítið  

Vilji og geðslag: 8,5
   Ásækni   Þjálni  

Fegurð í reið: 8,5
   Góður höfuðb.   Mikill fótaburður  

Fet: 6,5
   Skrefstutt  

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,0

Umsagnirnar eru þó ekki slæmar og má vera að sýningin hafi farið betur ef ekki hefði þurft að járna hann upp á mótstað vegna ólöglegrar járningar en það vildi ekki betur til að jafnvægið raskaðaðist með og þeir sem þekktu hann áður fannst hann ekki vera sami hestur í braut.Burtséð frá tölum þá er Gáski einn skemmtilegasti hestur sem maður kemst á bak, hann vinnur svo skemmtilega undir manni, minnir mig töluvert á Gásku mína hvernig það er að sitja hann og það varð þess valdandi að ég tók hann í merar í fyrra.   Hann er auk þess mikill höfðingi að vera með í kringum sig og mér er minnistætt þegar hann hnjóskaðist illa í fyrrahaust og ég tók hann alltaf inn í vondum veðrum, að hann kom alltaf hlaupandi á móti mér úr hrossahópnum og kunni vel að meta það að fá húsaskjól þrátt fyrir að ég hefði bara gamlan kofa til að bjóða honum uppá þá.

Þetta video er tekið um miðnæturbil í byrjun júní og þarna er stundaður gæfralegur utanvegarakstur eins og sjá má  Fengi seint verðlaun fyrir þetta á myndbandahátíð!!

Folöldin undan honum eru mörg hver glæsileg, og oftast mikið framstykki á þeim og ég er ekki frá því að þau sýni mörg meiri fótaburð sem folöld en hann gerði sjálfur.

Hestur undan Urði og Gáska, maður á eftir að þurfa að kíkja til hliðar til að sjá eitthvað framfyrir sig


Þau hefðu mátt verða fleiri svona falleg á litinn eins og þessi hestur, móðirin er ung Eldvakadóttir.


Rauðskjótt hryssa undan Rún frá Eystra-Fíflholti og Gáska.
Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 739
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 4674581
Samtals gestir: 758804
Tölur uppfærðar: 26.5.2019 02:23:50

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS