20.06.2008 10:18

Sól og sumar


Medalían mátuð við gæðingsefni framtíðarinnar! 
Rósa með folald úr ræktun Hrefnu Maríu undan Funa frá Vindási.

Álfhólakvensum verður líklega úthýst á næstu 17 júní leikum í Landeyjum. Þær komu og hirtu öll verðlaun í boði í kvennaflokknum, Rósa efst á Íkon frá Hákoti, þá Hrefna á Rauðskegg sínum, nýja slaktaumatöltaranum og ég þurfi að láta mér lynda 3 sætið á Ronju litlu 


Hér erum við frænkurnar svo að búa til gæðingsefni framtíðarinnar, vonandi, en Móna gamla var leidd undir frænda sinn, hann Dimmir á 17 júní.  Við héldum alltaf mikið uppá Hrafnar sem Hrefna átti undan Mónu og Tíg, sem var 1st verðl geldingur og keppnishestur, en hann var bráðkvaddur síðasta vetur og var mikil sorg hjá öllum yfir því ótímabæra dauðsfalli.  Þá ákváðum við að búa til eitthvað svipað og ætluðum að halda undir Tígur aftur en eftir að það gekk svona vel með Dimmi og Dívu þá fannst okkur ekki slæmt að krydda hornfirsku blönduna með Dimmu gömlu og tókum nýkrýndan Landsmótsfarann úr hesthúsinu í staðinn. 

Folaldið undan Mónu er hestur undan Baug frá Víðinesi, en ég ætla að gera betur grein fyrir fæddum folöldum síðar.

Þeir sem hafa hug á því að halda undir Dimmi þá kostar tollurinn 50þ, allt innifalið.  Hann fer í hólf hérna eftir Landsmót, en það er möguleiki að halda á húsi fram í miðja næstu viku.  En ég get tekið á móti hryssum í girðingu til hans hvenær sem hentar. Sendið email á alfholar@visir.is eða sarah@visir.is eða  hringið í síma 8988048 eftir frekari upplýsingum.
Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 739
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 4674581
Samtals gestir: 758804
Tölur uppfærðar: 26.5.2019 02:23:50

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS