14.06.2008 02:33

Dimmir stóðst prófið!

Já það var sko rótað yfir gamla dóminn í gær í Hafnafirði!!!  Dimmir mætti hvæsandi í braut og þeir kunnu loks að meta í dómpallinum að sjá svona glaðan og sprækan fola, voru ekkert að sitja á tölunum lengur og létu þær flakka með glöðu geði  Ég skal þó alveg viðurkenna að það var nú töluvert meiri sláttur á kappanum í gær heldur en á Hellu og ekki bara dómaraskandall að hann skyldi vera svona mikið lægri þar.

Hér kemur dómurinn og núna þekki ég hestinn á dómblaðinu.  Ég var búin að vera yfirlýsingaglöð í góðra vina hópi og sagðist ætla að sýna hann í 8.50 fyrir hæfileika í vor svo þetta er allt í áttina. Svo er bara að halda áfram að bæta sig fram að landsmóti og gera enn betur.  Hann verður samt væntanlega ekki í neinum toppslag þar með þessa byggingatölu sína en ánægjulegt engu að síður að hann fékk fararleyfi til að keppa við Orrabaukana þar

Héraðssýning á Sörlastöðum


Dagsetning móts: 02.06.2008 - Mótsnúmer: 07

Íslenskur dómur

IS-2003.1.84-674 Dimmir frá Álfhólum


Sýnandi: Sara Ástþórsdóttir


Mál (cm):

142   131   135   64   143   40   47   42   6,6   31,0   19,0  

Hófa mál:

V.fr. 8,8   V.a. 8,1  

Aðaleinkunn: 8,17

Sköpulag: 7,82

Kostir: 8,40


Höfuð: 7,5

Háls/herðar/bógar: 7,5
   Reistur   Djúpur  

Bak og lend: 8,0
   Breitt bak   Jöfn lend   Beint bak  

Samræmi: 8,0
   Sívalvaxið  

Fótagerð: 8,5
   Sverir liðir   Öflugar sinar  

Réttleiki: 7,5
   Framfætur: Útskeifir  
  kýrfættur

Hófar: 8,0

Prúðleiki: 6,5

Tölt: 8,5
   Rúmt   Taktgott   Há fótlyfta  

Brokk: 8,0
   Rúmt   Há fótlyfta   Fjórtaktað/Brotið  

Skeið: 8,0
   Mikil fótahreyfing  

Stökk: 8,0
   Ferðmikið  

Vilji og geðslag: 9,0
   Ásækni   Þjálni   Gleði  

Fegurð í reið: 8,5
   Mikill fótaburður  

Fet: 7,5
   Taktgott  

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 5,0


Héraðssýning á Sörlastöðum


Dagsetning móts: 02.06.2008 - Mótsnúmer: 07

Íslenskur dómur

IS-2004.2.84-669 Díva frá Álfhólum


Sýnandi: Sara Ástþórsdóttir


Mál (cm):

146   141   65   144   28,0   18,5  

Hófa mál:

V.fr. 8,9   V.a. 8,4  

Aðaleinkunn: 7,84

Sköpulag: 7,96

Kostir: 7,76


Höfuð: 8,0
   Bein neflína  

Háls/herðar/bógar: 8,0
   Hátt settur  

Bak og lend: 7,5
   Áslend  

Samræmi: 8,5
   Fótahátt  

Fótagerð: 7,5

Réttleiki: 8,5
   Afturfætur: Réttir  

Hófar: 8,0
   Hvelfdur botn  

Prúðleiki: 6,5

Tölt: 8,5
   Taktgott   Há fótlyfta  

Brokk: 7,5
   Há fótlyfta   Ferðlítið   Ójafnt  

Skeið: 5,0

Stökk: 8,0

Vilji og geðslag: 8,5
   Ásækni  

Fegurð í reið: 8,5
   Mikill fótaburður  

Fet: 6,5
   Skrefstutt   Framtakslítið  

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 5,0

Litla systir stóð sig einnig býsna vel og vantar bara nokkrar kommur inná landsmót.  Hafði aldrei mátað hana inná velli áður en hún gerði allt af fúsum vilja, þannig að þessi frammistaða hennar gefur bara góð fyrirheit.

Þar með eru öll 5 afkvæmi Dimmu sem eru á tamningaraldri komin með dóm,  engin undir 7.75,  tvö með fyrstu verðlaun, og Dívan á góðri leið nema að við látum staðar numið með hana og setjum hana í ræktun en sú ákvörðun verður tekin á næsta hluthafafundi með þeim Sigurði og Róberti  
Ég skal alveg viðurkenna það fúslegar að ég hef meira gaman af því að hlaupa á eftir folöldum heldur en að þeytast eftir brautinni endalaust

Það skyggði smá á Hafnafjarðaferðina að Atorka þurfti að sitja eftir heima. Hún slasaðist fyrir 10 dögum síðan, á hestakerrunni hjá mér, fór undir slá og rústaði á sér bakinu. Vonandi verður hægt að sýna hana á síðsumarssýningu því hún var að verða þræl flott á tölti og brokki fór á slöttungs skeiði líka.  Hefði getað lent öðru hvoru megin við áttuna.

Og svona í lokin af því ég var að tala um Orrabauka, þá var Leó að sýna í gær Orradóttur undan Bellu frá Kirkjubæ úr ræktun Markúsar í Hákoti, Veröld sem fór í 8.31 í aðaleinkunn og er hæðst fjögurra vetra hryssna inná LM enn sem komið er. Veröld er síðasta afkvæmi Bellu sem fórst fyrir 2 árum og því stórkostlegt fyrir Markús og Dóru að fá svona góða hryssu í lokin undan Bellu, til hamingju með þetta!

Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 739
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 4674581
Samtals gestir: 758804
Tölur uppfærðar: 26.5.2019 02:23:50

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS