04.06.2008 11:09

Ísbjarnarblús

Ég varð alveg fokreið þegar ég heyrði af ísbjarnadrápinu á Þverárfjalli í gær. Með alla þessa tækni, var ekki hægt að fanga björnin lifandi?  Nei, á staðinn voru bara mættir hrokafullir blóðþyrstir veiðimenn ólmir í að drepa.  Halló, þessi dýr eru í útrýmingarhættu og var ekki hægt að fanga hann og flytja greyið til síns heima?  Örugglega einhverjir peningamenn sem hefðu viljað kosta það og fá klapp á bakið.  Barnalegt og aumingjalegt!

Heyrði þetta ljóð eftir Baggalútsmenn í útvarpinu í gær og þótti virkilega flott.

Kveðja til ísbjarna og annara innflytjanda.

Þú komst yfir hafið á heiðskírum degi
      á hreina Íslands jörð
úr nístingsköldum norðurvegi
      að nema Skagafjörð.

Þú stikaðir frjáls um fjallanna sali
     um fagra Íslands grund;
velkominn gekkstu um grösuga dali
     -gleymdir þér um stund.

Þú örmagna, máttfarinn, lagðist í laut
       á ljúfri Íslands fold
uns kyrrðin dreif þig í draumanna skaut
       í dúnmjúkri gróðurmold.

Þar sáu þig tortryggnir blauðgeðja bændur
     -þeir byggja Íslands lönd.
Vitstola hringdu í vopnfæra frændur
     þig vildu þegar í bönd.

Þeir umkringdu þig, sem þekktir ei hlekki
      en þvældist um íslenskt hlað.
Þeir skelfast frelsið sem skilja það ekki
     -og skjóta í hjartastað

Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 739
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 4674581
Samtals gestir: 758804
Tölur uppfærðar: 26.5.2019 02:23:50

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS