13.03.2008 01:47

Ok, það gekk nú ekki alveg þrautalaust að koma þessari færslu inn, en það tókst.  Var búin að skrifa alveg fullt og setja allar myndir inn, ýtti á einhvern takka og búmm, tveggja tíma vinna horfin út í veður og vind , arrrrg!

En sem sagt,  hérna kemur árgangur 2007 og allt er þetta nú bara til gamans gert

Sólarorka undan Sóldögg og Krafti frá Efri- Þverá.  Þessi hefur múv í lagi!  Svifmikið og rúmt brokk og bullandi gangur á bakvið.  Kraftur er hestur sem ég kem örugglega til með að nota, en þetta folald tilheyrir frænda mínum, Valda.
Sprengigígur undan Glym frá Skeljabrekku og Blakksdótturinni Gýgur frá Ásunnarstöðum.  Virkilega skreffallegt folald með fjaðrandi mjúkar og háar hreyfingar, búin að panta aftur undir Glym!

Montrófan frá síðustu færslu er eins og nafna mín giskaði á, Dimmuborg undan Dimmu og Braga frá Kópavogi.  Hún fékk fallega dökkjarpa litinn í arf frá mömmu sinni og sitthvað fleira sýnist mér
Kraftaverkafolaldið Mánaglóð undan Braga og Mónu gömlu.  Ekki að hún sé eitthvert undur að gjörvileik, heldur það að ég var búin að afskrifa Mónu fyrir þremur árum eftir mjög erfiða köstun sem gekk nærri því að henni dauðri.  Svo þegar hún loksins var sónuð með fyli rúmu ári seinna, var mér sagt að það væri dautt og hún væri að láta því, þar með hélt ég að komin væri staðfesting á því að sú gamla væri ónýt og gæti aldrei eignast afkvæmi meir.  En sem betur fer hafa dýralæknarnir ekki alltaf rétt fyrir sér og Mánaglóð sprangar um á léttu brokki hraust að sjá og sú gamla fylfull á ný!


Álfarós undan Þyrnirós og Braga, skrefmikil og flott alhliða hryssa.
Gáskuafkvæmin verða seint "vinnerar" á folaldasýningum, láta nú ekki rekast svo glatt. Eldglóð undan Braga gat dansað virkilega flott í haganum í sumar og haust engu að síður.


Ef eihver getur rýnt í gegnum myrkrið, þá er þarna svartskjóttur hestur undan Ás frá Ármóti og Svertu, léttstígur og framfallegur.

Töffaralegur Jarpskjóni undan Urði og Mára.

Bragadóttir frá Ella "grand"  móðirin af gamla Kolkósskyninu eins og Elli sjjálfur.

Þessi er koming á tvo vegu frá Flosa frá Brunnum,  undan Irsu frá Kanastöðum sem er dóttirdóttir Flosa og undan Mára sem er undan Geisla sonarsyni Flosa.  Þessi hefur alltaf verið svoldið skemmtilegur.


Þessi fer mikið á tölti, undan Braga og Ísold, móálóttur.


Reisuleg meri undan Tígur og Fregn Fálkadóttur.

Mær Mónudóttir með jarpvindótta hryssu undan Flugari hans Leó. Frekar smart folald í björtu

Henti líka inn albúmi með nokkrum myndum í viðbót við þessar, sem finna má hér

Og svo má alveg raða í efstu sætin  eða kjósa hér til hliðar

Flettingar í dag: 289
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 484
Gestir í gær: 120
Samtals flettingar: 4754857
Samtals gestir: 771500
Tölur uppfærðar: 20.9.2019 05:59:44

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS