04.03.2008 22:20

Hollywood og vonarstjörnur

Alveg er þetta dæmalaust, því sjaldnar sem ég skrifa hér, því fleiri verða heimsóknirnar inná síðuna og ég sem hélt að ég væri búin að missa alla eitthvert annað!

En hvað um það, lífið gengur sinn vanagang, rúmlega 20 hross á húsi núna, þ.a fjórir folaldssíðgotungar sem eiga nú að fara út aftur við fyrsta tækifæri.

Útreiðar og tamningar ganga bara mjög vel og flest hrossin áttu sinn albesta dag í gær, hvort sem það var að þakka góðu færi eða því að þau fengu frí frá mér um helgina þegar ég lagði land undir fót og skellti mér á Kvennakvöld í Fáki með vinkonunum.

Þema kvöldsins var Hollywood og við ákváðum að dressa okkur upp sem stjörnur sjötta áratugarins. Fyrir þá sem ekki þekkja okkur, f.v  Sara, Hanna Stína og Saga.  Það er skemmst frá því að segja að við skemmtum okkur rosa vel  langt fram eftir nóttu og ekki spurning að við verðum að endurtaka þetta að ári!

Töluverð sala hefur verið á hestum það sem af er ári, aðallega erlendis og sitthvað ófrágengið í farvatninu þannig að það er nóg að gera í þeim málum.  Hef stundum óskað þess að ég hafi einkaritara á mínum snærum sem gæti séð um að uppfæra heimasíðuna og svara e-meilum, hrmf, ekkert voðalega dugleg á tölvunni nema stundum.                                                                                                                                          mynd Silja
Um þar síðustu helgi var öllum þjálfunarhrossum hent út á tún og.....
                                                                                                                                          mynd Silja
nær helmingur Álfhólastóðsins, í kringum 50 stk, rekin heim, folöldin örmerkt og öllu gefið inn ormalyf.  Smá breyting á vinnuaðstöðu síðan...
 
                                                                                                      mynd Hrefna María
í fyrra og öll árin þar áður!
 
                                                                                                       mynd Hrefna María
En einhvern vegin hafðist þetta nú alltaf samt en það tók sinn tíma að reka hvert stykki inní tökubás og stundum stukku þau uppúr áður en hægt var að skjóta í þau og þá var eltingaleikur aftur og aftur, úff ég fæ bara í magann við tilhugsina, maður er svo fljótur að verða góðu vanur!


Og um kvöldið hélt ég svo einkafolaldasýningu fyrir mig, hendi kannski einhverjum fleiri myndum af því bráðlega og kannski ætti ég að láta lesendur velja í sæti líka því það voru alveg 3 folöld sem kepptust um 1sta sætið og ég gat ekki gert uppá milli en þetta er eitt af vonarstjörnunum.  Meira um það síðar!!
Flettingar í dag: 289
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 484
Gestir í gær: 120
Samtals flettingar: 4754857
Samtals gestir: 771500
Tölur uppfærðar: 20.9.2019 05:59:44

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS