11.02.2008 10:11

Burtreiðar

Haldiði ekki að ég hafi verið búin að skrifa þessa svaka fínu færslu í gær, en þegar ég ætlaði að vista hana, hvarf hún!! Ég hefði getað grýtt tövunni út um gluggann

En nú er kominn fallegur dagur á ný   Útreiðar ganga vel, eða eigum við að segja innireiðar frekar (uuu hljómar dáldið tvírætt, hehe) þar sem útreiðarveður hefur ekki verið björgulegt.  Eins og er, eru 14 hross inni, að vísu 2 graðhestar í fóðrun af því, svo þetta er engin frammistaða bara 12 hross. Ætlaði alltaf að sækja meir um leið og ég myndi örmerkja folöldin, en það hefur dregist alveg óendanlega.

En sem sagt það sem er inná húsi er stundað grimmt, ég veit ekki hvort ég á að vera að gefa út einhverjar yfirlýsingar um það hver er bestur, en það er dagsformið á þeim sem ræður því oftast. Manni hlakkar allavega til að fara á bak þeim öllum og takast á við hvert verkefni fyrir sig.  Ég verð þó samt að segja að ég sannfærist alltaf meir og meir hverskonar kostakaup það voru að versla Miðfells-Dimmu á sínum tíma.  Hann er bara yndislegur graddinn undan henni og Tíg, Dimmir og er búinn að vera uppáhaldið í vetur, en Dívan er alltaf að verða meira og meira spennandi.  Við lentum að vísu í smá krísu um daginn á fönninni.  Inni hafði gangsetningin gengið þokkalega enda opið tryppi að upplagi, en þegar við komum út í frostið var bara hopp og hí klárgengni, eða hreint út sagt enginn gangur, bara hopp upp í loftið.  Stúrin yfir djásninu hætti ég að reyna þessar burtreiðar og gaf henni tvo daga í frí og fór svo aftur að dunda í skemmunni. Og í gær fór ég í alveg geggjaðan túr á henni,mikill fótaburðafíkill þarna á ferð, bara gaman
Díva er alveg vel stór, 153 á bandmál á fjórða vetur, hentar mér vel!


Sú Móskjótta nafnlausa er mjög skemmtileg líka,  Leó er að vísu búin að halda því fram að hún eigi eftir að láta mig fljúga en ég er nú ekki alveg inná því, ekki lengur allavega.  Hún horfði að vísu oft svoldið einkennilega á mann í byrjun tamningar og var mikil fyrir sér, en nú er hún orðin eins og blíður köttur og farin að tölta, lulla og víxla og alles, sem sagt komin vel af stað í gangsetningu, betur en ég þorði að vona því hún sýndi aldrei gangspor sem folald. 
Léttstíg og skemmtileg þrátt fyrir að vera ca 100 kg of þung!  Hún er líka gríðarstór, 152 á hæð, veit ekki hvað ég var að gefa þeim að borða í uppvextinum.  Hún ber sig ekkert ósvipað að eins og Gáska, bara mikið stærri og myndarlegri!

Ég ætla að láta þetta nægja í bili og vona að mér takist að vista fréttina í þetta sinn!


Flettingar í dag: 173
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 1172
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 4655182
Samtals gestir: 755045
Tölur uppfærðar: 20.4.2019 12:40:29

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS