11.12.2007 11:45

Húskofinn og rollurnar


Maður hefur ekki verið alltof duglegur við að setja inn fréttir undanfarið, svo lélegur í fréttalutningnum að það er bara farið að taka fram fyrir hendurnar á manni (sbr síðustu færslu)  En það er bara gott mál, hérna kemur allavega mynd af kofanum í öllu sínu veldi. Það hefur ekkert verið gert síðan þessi mynd var tekin fyrir rúmri viku síðan en það verður gengið frá öllu í lok vikunnar og í þeirri næstu. Byrjað verður að slá upp fyrir frontunum í dag, svo náði ég í hluta af innréttingunum til Gylfa járnsmiðs fyrir helgi og við erum að vonast til að geta græjað hluta hússins ( miðjustíurnar) fyrir jól, þannig að það verði nú kannski hægt að taka eitthvað inn fljótlega, um áramót eða svo (hrmf ,bjartsýn)! Miðstíurnar eru reyndar 16 þannig að það er feykipláss.

Svo er maður að dunda sér í sauðfjárræktinni, láta sæða nokkrar rollur og svona, reyndar er ég algerlega sammála Vigni í Hemlu með að hrútavalið í ár er ekki spennandi. Það er náttúrulega ferlega glatað að obbinn af þessum hrútum sem í boði eru, eru svipað eða lægra stigaðir heldur en hrútarnir sem maður á sjálfur. Þannig að það er bara einn kollóttur hrútur sem hægt er að nota, Máni frá Melum og einhverjir 2 hyrndir en maður er að rækta kollótt þó svo að maður stelist til að krydda blóðið með hyrndum hrútum inná milli, ekki málið og það er hægt að fá þrusu flotta einstaklinga úr því.

Flettingar í dag: 289
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 484
Gestir í gær: 120
Samtals flettingar: 4754857
Samtals gestir: 771500
Tölur uppfærðar: 20.9.2019 05:59:44

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS