06.12.2007 23:37

Spari-Stóðhestar á Álfhólum

Hrefna María skrifar....

Jájá ég gat ekki annað en bloggað yfir þessa færslu þína Sara haaaa... þar sem ég hef nú lykilorðið inn á síðuna hjá þér. Mér er líka eiginlega alveg sama um þessi beljur :)  enda er ég held ég komin með ofnæmi fyrir mjólk sem ég tel mega rekja til þess að ég hafi drukkið of mikið af mjólk þegar ég var minni í sveitinni.... ;)

En það er önnur saga sem ég ætla að segja frá núna... Ég nefnilega rann austur á Álfhóla um daginn að skipta út hrossum eins og ég hef gert annað slagið í haust. Það var indælisveður og ég var nýbúin að kaupa þessa líka fínu myndavél. Ég reyndi að taka nokkrar myndir af "spari" stóðhestunum sem eru í "spari" girðingu við veginn. Að vera spari stóðhestur á Álfhólum þýðir að þú færð alltaf gott að borða hjá þeim Söru og Siggu reglulega og dekrað við þig.

Myndirna heppnuðust ágætlega. Mikill svanasöngur var í þeim við myndatökur, þar sem ég sleppti einum spari hestinum til þeirra eftir 2 mánaða tamningu í Reykjavíkinni, honum Eldgýg mínum...  Hann er undan Gýgur frá Ásunnarstöðum (hryssa frá Herdísi Reynis) og Eldvaka frá Álfhólum.Gáski og Mári... Tígur gamli á röltinu..Tígur og Gáski að forvitnast...Gáski, Eldgýgur minn og Heikir að sperrast...Svana söngur graddanna...
Eldgýgur í upphafi tamningar núna í haust.


Adios.... er ekki með villupúka núna so don´t mess with the stafsetning ég er með leyfi fyrir þessu!!!

Flettingar í dag: 289
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 484
Gestir í gær: 120
Samtals flettingar: 4754857
Samtals gestir: 771500
Tölur uppfærðar: 20.9.2019 05:59:44

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS