29.11.2007 14:30

Breytingar í gangi

Nýr vefumsjónamaður hefur verið ráðinn tímabundið til að taka til hendinni við síðu Álfhólahesta enda var uppsetningin frekar óskemmtileg og ekki áhugaverð til að vafra um. Árinni kennir illur ræðari og auðvitað kenndi ég þessu forriti um þetta allt saman og var að hugsa um að setja upp nýja síðu við tækifæri, sem hægt væri að gera mikið skemmtilegri. 

Fékk smá sjokk í gær þegar óprúttin aðili hafði skellt slóðinni inni á slúðrið og allt í einu hafði aðsóknin aukist um 200 % og ekki lengur bara vinir og vandamenn að njósna. Ætlaði bara að læsa síðunni í snarhasti en þá bauðst Saga Steinþórs vinkona mín (Malbikshestar) til að redda málunum og sagði að það væri ekkert mál að taka til og gera þetta að aðgengilegri og skemmtilegri síðu. Þannig að tímabærar breytingar standa yfir þessa dagana og um að gera að fylgjast bara meðSaga og Árni komu með okkur í hestaferð 2005 í alveg dásamlegu veðri. Þarna eru þau undir Þríhyrningi, og að sjálfsögðu á vindóttum Álfhólahryssum
Flettingar í dag: 398
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 447
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 4987843
Samtals gestir: 791151
Tölur uppfærðar: 12.7.2020 20:25:57

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS