09.11.2007 21:41

Það var fallegt kvöld í nóvember...

Jæja, kominn tími á eitthvað skemmtilegra heldur en fréttir af steinsteypu og stáli   Skrapp út í mýri í eftirlitsferð og aldrei þessu vant var ég með myndarvélina með mér.  Hrossin eru ekki öfundsverð greyin að þurfa að standa úti í þessum hrakviðrum sem hafa dunið yfir að undanförnu en þau voru brött engu að síður og virðast ennþá vera bara í fínu standi enda feykna hagi sem þau eru á.Gæska, Gásku og Tígursdóttir tveggja vetra.  Mikil vinkona mín og tók það upp hjá sjálfri sér að vera ótrúlega mannelsk án þess að nokkuð væri til þess gert, aldrei verið á húsi eða slíkt. Sýnir svaka hreyfingar þegar hún er í stuði, er alhliða. Gamli Álfhólastofninn er ríkjandi í ættartrénu hennar.Álfasteins og Dimmudóttirin er hissa á svip.Móeiður heilsar alltaf uppá.


Og dóttir hennar og Eldjárns frá Tjaldhólum er aldrei langt undan.

Ronja og Þyrnirós

Vígalegur á litinn! FOR SALE!


Dökkjarpvindóttur störnóttur, virkilega skemmtilegur litur á þessum, f.f Pegasus frá Skyggni.
FOR SALE!Gáska með Bragadótturinni sinni.Sterk fjölskyldubönd, Móeiður öftust, Álfasteinssonurinn hennar og Eldjárnsdóttirin.Ekki finnst manni leiðinlegt að horfa á litfagrar og stórefnilegar unghryssur gæða sér á vítamíninu. Allar undan 1st verðlauna hestum. Sú bleikblesótta undan Sóldögg og Berki frá Litlu-Reykjum tveggja vetra.  Sú faxmikla undan Ísold frá Álfhólum og Skrúð frá Litla-Landi, sammæðra Diljá 1st. verðlauna hryssuni hennar Hrefnu Maríu. Á bak við eru svo tvær Gáskudætur, undan Þokka frá Kýrholti og Tígur.
Fleiri myndir má sjá í myndaalbúmi
hér
Flettingar í dag: 388
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 447
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 4987833
Samtals gestir: 791150
Tölur uppfærðar: 12.7.2020 20:04:17

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS