24.10.2007 22:40

Ekki fyndið lengur!!

Jæja, ég er nú alveg búin að fá nóg af þessari veðráttu hér okkar "frábæra"  Íslandi.  Blautasti október "ever" jáhá!  Já, og þetta með síðustu fyrirsögn, var auðvitað bara grín!!   Ég er búin að vera að bíða eftir hentugu veðri til að steypa fóðurganga, ætlaði að setja lit í steypuna og skrautsteypu í hnakkageymsluna, bjartsýn... en nú þakka ég bara almættinu fyrir ef við komum steypunni fyrir á föstudaginn án þess að stórskemma hana og allir litadraumar eru foknir út í veður og vind í orðsins fyllstu merkingu   Jámm, og ekki neinar fréttir aðrar.

Hestamennskunni hefur alveg rignt niður, hef verið að strögla með einhver 10-12 hross heima ennþá, en er afar heppin ef ég kemst á bak einn dag í viku vegna veðurs eða einhvers annars, en aðallega vegna veðurs.  Sem er eiginlega alveg bölvað, því þarna eru skemmtileg hross innanum sem mig dreplangar að eyða tíma í. T.d  þrælefnilegar 3v merar undan Gásku og Hrannari frá Höskuldsst annars vegar og Miðfells-Dimmu og Arði hins vegar og svo sitthvað fleira 4 og 5v sem er efnilegt og spennandi! 

Ég er aðeins farin að naga mig í handabökin yfir því að ég komist í hesthúsið fyrir jól, en eitt er víst, það verða engin jól hjá mér fyrr en ég flyt inn í nýja hesthúsið, þau verða þá bara haldin í janúar!!!!   Nei,nei það er ekki öll von úti enn, en þetta tekur aðeins lengri tíma en ég ætlaði mér, húsið er komið til landsins en þeir verða dáldið skrítnir í tilsvörum hjá Landstólpa þegar ég spyr hvenær þeir komi að setja það saman. Mig grunar að þeir séu alveg á floti því þeir eru eitthvað að daðra við smiðina mína sem hafa aldrei reist svona stálgrindarhús

Jæja, ég skal reyna að standa mig betur í fréttaflutningi en ég hef gert undanfarið, maður er bara frekar lítið innblásinn þessa dagana frekar en aðrir Íslendingar í þessari veðráttu.
Flettingar í dag: 141
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 406
Gestir í gær: 103
Samtals flettingar: 4722786
Samtals gestir: 765474
Tölur uppfærðar: 23.7.2019 08:15:03

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS