14.10.2007 22:13

Mér finnst rigningin góð,lalala...


Fékk þessa skemmtilegu mynd senda frá Ólöfu og Jóni Garðari en hún var tekin um síðustu helgi. Þarna má semsagt sjá umfang framkvæmdanna, það má eiginlega segja að allar byggingar sem fyrir eru á Álfhólum komist inní sökklana á þeirri nýju

Og eins og sjá má, er búið að rigna alveg svakalega í haust og virðist ekkert lát vera á því.  Það er einfaldlega allt á floti!  Sveitalækur hérna rétt hjá sem kallast Fljótsvegur er orðinn að stórvarasömu stórfljóti!  Já ég lenti sko í svakalegri svaðilför í vikunni þegar ég ætlaði á pallbílnum mínum með nokkra lambgríslinga í kerru þarna yfir.  Ég hélt nú að fjórhjóladrifni fákurinn myndi svífa yfir þó svo aðeins hefði hækkað í læknum, ó nei.  Hann stoppaði bara og spólaði úti í miðju stórfljóti og það var svo hátt í því að ég gat ekki opnað dyrnar á bílnum án þess að fá vatn inní bílinn!  Til allrar lukku var ég með símann, en hann var meira eða minna utan þjónustusvæðis eins og svo oft í mínu umdæmi en eftir allmargar tilraunir gat ég loksins hringt á hjálp.  Þá þurfti ég að skríða út um gluggan og uppá þak til þess að festa björgunarspottann í bílinn, því ekki vogaði ég mér að stíga fæti mínum niður í ískalt beljandi stórfljótið, var alveg viss um að það yrði mér að fjörtjóni.  En uppá þurrt komst ég að lokum og gerði þá merku uppgvötun, að betri er krókur en kelda, en brúin yfir stórfljótið var aðeins nokkur hundruð metrum lengra!
Flettingar í dag: 141
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 406
Gestir í gær: 103
Samtals flettingar: 4722786
Samtals gestir: 765474
Tölur uppfærðar: 23.7.2019 08:15:03

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS