12.10.2007 23:41

Byggja, byggja, by.......

Já, já, það er ekkert annað sem kemst að þessa dagana en hesthúsbyggingin. Búin að vera á haus síðustu viku til að undirbúa grunnin fyrir plötusteypu og það var ekkert annað inni í myndinni heldur en að steypa í dag, svo það var unnið hörðum höndum.


Sökkullinn var einangraður, þeim á ekki eftir að verða kalt, gæðingunum sem dvelja í þessu húsi  og ekki nóg með það þá var platan einangruð líka og settur gólfgeisli, hvort sem hann verður nú einhverntíman notaður eða ekki. Svo er niðurfall í öllum stíum, allt gert í því skyni að minnka undirburð.Þarna er verið að leggja síðustu hönd á járnabindinguna, en það er steyptur veggur eftir endilöngu sem skiptir stíunum.Já, þessi mynd gæti skipt sköpum en hún er tekin á því augnabliki sem dælan fer á bólakaf niður í plötuna sem er auðvitað alveg ferlegt útaf gólfgeislanum sem gæti hafa skemmst.  En ég vona að það hafi sloppið og ég þurfi ekki að fara í neitt skaðabótamál.En það hafðist að lokum að koma tæpum 40 rúmetrum niður og þar með er stíugólfið steypt.  Það hékk þurrt rétt á meðan steypan var lögð en það haugringdi bæði á undan og á eftir.  Það er svo sem ekki það besta að fá rigningu á nýlagða plötu, en þetta hefur vonandi sloppið
Flettingar í dag: 173
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 1172
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 4655182
Samtals gestir: 755045
Tölur uppfærðar: 20.4.2019 12:40:29

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS