03.10.2007 12:05

Örfréttir


Jæja, þá er búið að steypa sökkulinn allan hringinn og næst verður steyptur sökkullinn undir millivegginn og hnakkageymsluna.

Það er ekki hægt að neita því að maður fær nett fiðrildi í magann þegar maður stendur þarna inni í grunninum núna. Þetta er orðið eitthvað meira en malarhrúga og maður fer að gera sér frekar grein fyrir stærðinni á þessu öllu!


Annars er ekki mikið um útreiðar þessa dagana.  Vorum í smalamennsku um helgina og sendum 80 lömb í "Hvíta húsið", vorum búin að láta 110 í sumar, þannig að það er eitthvað lítið eftir sem á að láta.  Gat ekki stillt mig um að smala saman öllum mórauðu lömbunum sem eftir voru og smella af þeim mynd, þetta er nú alltaf fallegasti sauðaliturinn að mínu mati!
Annars finnst mér lömbin eitthvað lakari í haust heldur en fyrrahaust, ekki nema 15,5 kg meðalvikt enn sem komið er en var um kílói meira í fyrra.  Það spilar kannski eitthvað inní að kindurnar voru nær allar tví og þrílembdar í vor, meirihlutinn af gemlingunum tvílembdur og lömbin allavega 10 fleiri í fyrra þrátt fyrir stórfellda fækkun fullorðna fjársins í fyrra haust!
Lét stiga nokkra hrúta og þeir voru að fá á milli 82-85 stig, vel kannski einn þeirra til lífs, á samt svo marga fyrir að það er víst varla á það bætandi.
Fleira er ekki í fréttum í bili
Flettingar í dag: 141
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 406
Gestir í gær: 103
Samtals flettingar: 4722786
Samtals gestir: 765474
Tölur uppfærðar: 23.7.2019 08:15:03

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS