08.09.2007 21:52

Hrósið!

Já, hrósið í dag fær hann Teitur sem vinnur fyrir E-MAX eða HIVE fyrir að koma og redda mér frá netleysi og leiðindum og það á laugardegi!!!Takk,takk,takk.  Og fyrst ég er byrjuð, þá er best að ég hrósi Guðmundi Hjaltasyni verkfræðingi hjá Verkfræðiskrifstofu Suðurlands fyrir að redda sökkulteikningunum fyrir mig á tveimur dögum!!! Nokkuð sem búið var að segja, að tæki tvær vikur að gera, JÁ!  Þannig að það verður byrjað að slá upp eftir helgi.  Svo síðast en ekki síst verð ég að hrósa honum Sigga frænda og Láru konunni hans en þau eru algjörir haukar í horni, Siggi þekkir náttúrulega alla og er hreint alltaf að redda öllu fyrir mig fyrir utan það að hafa grafið grunninn og borið í hann á mettíma!

Svo fyrst ég er almenninlega tengd loksins aftur þá kem ég  vonandi með einhverjar fréttir fyrr en síðar fyrir áhugasama Álfhólaáhangendur
Flettingar í dag: 333
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 722
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 4614606
Samtals gestir: 747467
Tölur uppfærðar: 17.2.2019 12:38:49

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS