28.08.2007 00:39

Hryssur+Stóðhestar

Jæja, tími á smá skrif!  Ekkert stórt í fréttum svosem,  það er búið að ganga frá grunninum, bera í og þjappa, allt klappað og klárt, en engar teikningar tilbúnar enn svo hægt sé að steypa Já það er eins gott að maður er ekki að standa í svona framkvæmdum oft á ævinni, tómt vesen, úff, ég vil bara fá að ríða út og temja í friði, ekki þurfa að vera í símanum allan daginn og röfla e-ð.

Það eru sjálfsagt einhverjir að spá í undir hvað ég hafi haldið í sumar, best að ég komi þeim upplýsingum á framfæri hér með.  Gáski var í heimahögunum og fékk u.þ.b 10 merar frá mér, Tígur gamli 3, ég get notað hann svo takmarkað út af skyldleika  Dimmir 3, hann er Tígurssonur og ekki auðveldara að finna undir hann hryssur sem ekki eru náskyldar honum, frekar en þann gamla.

Svo eru hestar útum allt sem manni langar að nota. Móeiður fór undir Stála frá Kjarri (var leigð), Gáska líka og ég á bara 50% í ófæddu fyli. Ég er svo sniðug að ég læt bara aðra um að taka áhættuna með þessa dýru hesta og sé svo til hvernig það kemur út en þessir folatollar eru oft alveg hrikalega dýrir.  Móna gamla er fylfull við Baug frá Víðinesi, Ylfa fór undir Leikni frá Vakursstöðum, Dimma og Sóldögg fóru undir Dug frá Þúfu, já nú eru einhverjir hissa á Sörunni, haldandi undir hreinræktaðan Orrabauk  því hann er jú undan hálfsystkynum undan Orra.  Þannig var nú mál með vexti að ég gekk með það í maganum að halda Dimmu undir Svein-Hervar, en hann var ekki á svæðinu. Ég sá Dug á Hellu í vor og leist vel á hann og ákvað að slá til.  Svo þegar ég sá Dug í návígi, þá gat ég ekki betur séð en að hann væri glóbrúnn og pantaði strax með aðra meri. Búin að vera að bíða lengi eftir flottum hesti með leirljósa genið!    Sverta fór undir Kjerúlf frá Kollaleiru.  Rósa heldur Þyrnirós þetta árið, en hún og Ísold fóru undir Fursta frá Stóra-Hofi.
Flettingar í dag: 347
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 447
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 4987792
Samtals gestir: 791149
Tölur uppfærðar: 12.7.2020 18:28:37

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS